„Kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. september 2023 21:01 Forstjóri Menntamálastofnunar segir breytta tíma kalla á breytta nálgun þegar kemur að kynfræðslu. Þegar hún hafi verið í grunnskóla mátti ekki ræða um blæðingar. Vísir/Arnar/Menntamálastofnun Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýútkomna kennslubók sem sætt hefur mikilli gagnrýni betri en vafsamt efni á netinu. Á dögunum kom bókin Kyn, kynlíf og allt hitt út á vegum Menntamálastofnunar. Bókin, sem ætluð er börnum á aldrinum 7-10 ára, hefur hlotið ansi mikla gagnrýni.Á samfélagsmiðlum og víðar hafa skapast heitar umræður um efni bókarinnar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að tilkoma bókarinnar hafi verið vegna þingályktunartillögu sem var samþykkt á Alþingi 2019. Tilgangur hennar sé að upplýsa börn auk þess að stuðla að forvörnum gegn kynbundnu áreiti og ofbeldi. „Það var farið í að skoða hvað hafði verið gert erlendis. Þetta var sú bók sem okkur leist best á. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur fengið mikið lof fyrir sína nálgun,“ segir Þórdís. „Bókin er fyrir sjö til tíu ára og ég veit að það hefur orðið sumum til umhugsunar, hvort þetta efni eigi við þennan aldurshóp. Það sem við höfum lagt áherslu á er að segja að bókin er fyrir sjö til tíu ára, það þýðir ekki að öll bókin sé fyrir sjö ára og ekkert fyrir tíu ára, heldur að það sé þá í höndum kennara að meta hvenær er best að kenna börnum hvaða hluti í þessari bók. Það getur líka verið bara aðstæðubundið, kannski koma upp ákveðnir hlutir í ákveðnum bekk og þá er gott fyrir kennara að eiga námsefni sem er með kennsluleiðbeiningum til að fara yfir með hópnum.“ Breyttir tímar kalli á breytta nálgun Gagnrýnin sem bókin hefur fengið snýr meðal annars að greinum um sjálfsfróun, stinningu kynfæra og snertingu við endaþarm. Þórdís segist gera sér fulla grein fyrir því að sumir telji þau umræðuefni ekki við hæfi ungra barna. „Ég skil það mjög vel og við fögnum umræðunni. Það er líka mikilvægt að foreldrar séu upplýstir um það námsefni sem er í grunnskólum. Þessi bók er á netinu og aðgengileg öllum foreldrum. Ég skil vel að sumum finnist óþægilegt að sjá þessa hluti en vil líka minna á að í skólum eru snjallsímar.“ Það þarf ekki nema einn nemanda með snjallsíma til að fara inn á Youtube og sjá ýmislegt. „Ég held að það sé miklu heilbrigðara og betra fyrir öll börn að fá þessar upplýsingar og að tala um þetta við einhvern fullorðinn. Þetta er bara breyttur heimur. Þegar ég var í grunnskóla á þessum aldri mátti ekki einu sinni tala um blæðingar. Við erum auðvitað bara með þetta allt á netinu í dag og aðgengi barnanna er alveg svakalegt. Við sjáum bara niðurstöður úr íslenskum æskulýðsrannsóknum að 58 prósent stúlkna í 10.bekk segist hafa orðið fyrir stafrænu kynferðislegu ofbeldi.“ Heldurðu að það gæti á einhvern hátt verið skaðlegt börnum að fletta í gegnum þessa bók? „Ég get ekki séð það miðað við þann veruleika sem við lifum í. Ég segi líka, að það er áhugavert fyrir fólk að skoða þessa bók og horfa á bókina út frá augum barns. Barn horfir á þessa hluti öðrum augum en við. Fyrir barn er líkaminn eðlilegt fyrirbæri. En við þurfum líka að hjálpa þeim að eiga orð yfir þetta og finna sín mörk og hjálpa þeim að skilja líkama sinn.“ Opna í bókinni um afturenda hefur vakið talsverða gagnrýni. Menntamálastofnun Aðspurð um hvort þessi hörðu viðbrögð við útgáfu bókarinnar komi henni á óvart segir Þórdís bæði og. „Það kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina og það verða einhver hugrenningartengsl að við séum að tala um leiki og vísa í að það orð eigi sér margvíslegar merkingar. Að það sé verið að tala um kynlíf. Það verður til ákveðinn útúrsnúningur. En annað finnst mér eiga fullkominn rétt á sér. Og foreldrar eðlilega eru alltaf að velta fyrir sér, „hvað er gott fyrir barnið mitt“ og það á að vera þannig.“ Mesta gagnrýnin hafi þó ekki komið frá foreldrum heldur eldra fólki. „En mér finnst það svo eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér og samtalið er gott. Þetta er fræðsla sem er af hinu góða miðað við þann veruleika sem við erum með í dag.“ Kynfræðsla styðji við hinseginfræðslu og öfugt Hinsegin fræðsla hefur dregist inn í umræðuna og Samtökin 78 verið tengd við bókina en rétt er að geta þess að samtökin komu ekki að útgáfu hennar, né annarar kynfræðslu á nokkurn hátt. Þórdís telur að bókin hjálpi til við að greina hvað sé verið að tala um og hvenær. „Við erum að tala um kynlífsfræðslu. Hinseginfræðslan er mikilvæg líka, en þetta er ekki alveg sami hluturinn. Þetta styður hvort annað og við þurfum bæði, en það er líka mikilvægt að gera þennan greinarmun.“ Bókin er ætluð börnum á aldrinum sjö til tíu ára. Menntamálastofnun Hvað finnst þér besta við bókina? Mér finnst best hvað hún er hispurslaus og með fallegum myndum. Ég er svo spennt að fá að heyra frá íslenskum kennurum hvernig þeim líkar, og frá foreldrum hvernig upplifun barnanna er,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar. Hér er hægt að skoða bókina í heild sinni. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Á dögunum kom bókin Kyn, kynlíf og allt hitt út á vegum Menntamálastofnunar. Bókin, sem ætluð er börnum á aldrinum 7-10 ára, hefur hlotið ansi mikla gagnrýni.Á samfélagsmiðlum og víðar hafa skapast heitar umræður um efni bókarinnar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að tilkoma bókarinnar hafi verið vegna þingályktunartillögu sem var samþykkt á Alþingi 2019. Tilgangur hennar sé að upplýsa börn auk þess að stuðla að forvörnum gegn kynbundnu áreiti og ofbeldi. „Það var farið í að skoða hvað hafði verið gert erlendis. Þetta var sú bók sem okkur leist best á. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur fengið mikið lof fyrir sína nálgun,“ segir Þórdís. „Bókin er fyrir sjö til tíu ára og ég veit að það hefur orðið sumum til umhugsunar, hvort þetta efni eigi við þennan aldurshóp. Það sem við höfum lagt áherslu á er að segja að bókin er fyrir sjö til tíu ára, það þýðir ekki að öll bókin sé fyrir sjö ára og ekkert fyrir tíu ára, heldur að það sé þá í höndum kennara að meta hvenær er best að kenna börnum hvaða hluti í þessari bók. Það getur líka verið bara aðstæðubundið, kannski koma upp ákveðnir hlutir í ákveðnum bekk og þá er gott fyrir kennara að eiga námsefni sem er með kennsluleiðbeiningum til að fara yfir með hópnum.“ Breyttir tímar kalli á breytta nálgun Gagnrýnin sem bókin hefur fengið snýr meðal annars að greinum um sjálfsfróun, stinningu kynfæra og snertingu við endaþarm. Þórdís segist gera sér fulla grein fyrir því að sumir telji þau umræðuefni ekki við hæfi ungra barna. „Ég skil það mjög vel og við fögnum umræðunni. Það er líka mikilvægt að foreldrar séu upplýstir um það námsefni sem er í grunnskólum. Þessi bók er á netinu og aðgengileg öllum foreldrum. Ég skil vel að sumum finnist óþægilegt að sjá þessa hluti en vil líka minna á að í skólum eru snjallsímar.“ Það þarf ekki nema einn nemanda með snjallsíma til að fara inn á Youtube og sjá ýmislegt. „Ég held að það sé miklu heilbrigðara og betra fyrir öll börn að fá þessar upplýsingar og að tala um þetta við einhvern fullorðinn. Þetta er bara breyttur heimur. Þegar ég var í grunnskóla á þessum aldri mátti ekki einu sinni tala um blæðingar. Við erum auðvitað bara með þetta allt á netinu í dag og aðgengi barnanna er alveg svakalegt. Við sjáum bara niðurstöður úr íslenskum æskulýðsrannsóknum að 58 prósent stúlkna í 10.bekk segist hafa orðið fyrir stafrænu kynferðislegu ofbeldi.“ Heldurðu að það gæti á einhvern hátt verið skaðlegt börnum að fletta í gegnum þessa bók? „Ég get ekki séð það miðað við þann veruleika sem við lifum í. Ég segi líka, að það er áhugavert fyrir fólk að skoða þessa bók og horfa á bókina út frá augum barns. Barn horfir á þessa hluti öðrum augum en við. Fyrir barn er líkaminn eðlilegt fyrirbæri. En við þurfum líka að hjálpa þeim að eiga orð yfir þetta og finna sín mörk og hjálpa þeim að skilja líkama sinn.“ Opna í bókinni um afturenda hefur vakið talsverða gagnrýni. Menntamálastofnun Aðspurð um hvort þessi hörðu viðbrögð við útgáfu bókarinnar komi henni á óvart segir Þórdís bæði og. „Það kemur mér á óvart hvernig fólk velur að mistúlka hlutina og það verða einhver hugrenningartengsl að við séum að tala um leiki og vísa í að það orð eigi sér margvíslegar merkingar. Að það sé verið að tala um kynlíf. Það verður til ákveðinn útúrsnúningur. En annað finnst mér eiga fullkominn rétt á sér. Og foreldrar eðlilega eru alltaf að velta fyrir sér, „hvað er gott fyrir barnið mitt“ og það á að vera þannig.“ Mesta gagnrýnin hafi þó ekki komið frá foreldrum heldur eldra fólki. „En mér finnst það svo eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér og samtalið er gott. Þetta er fræðsla sem er af hinu góða miðað við þann veruleika sem við erum með í dag.“ Kynfræðsla styðji við hinseginfræðslu og öfugt Hinsegin fræðsla hefur dregist inn í umræðuna og Samtökin 78 verið tengd við bókina en rétt er að geta þess að samtökin komu ekki að útgáfu hennar, né annarar kynfræðslu á nokkurn hátt. Þórdís telur að bókin hjálpi til við að greina hvað sé verið að tala um og hvenær. „Við erum að tala um kynlífsfræðslu. Hinseginfræðslan er mikilvæg líka, en þetta er ekki alveg sami hluturinn. Þetta styður hvort annað og við þurfum bæði, en það er líka mikilvægt að gera þennan greinarmun.“ Bókin er ætluð börnum á aldrinum sjö til tíu ára. Menntamálastofnun Hvað finnst þér besta við bókina? Mér finnst best hvað hún er hispurslaus og með fallegum myndum. Ég er svo spennt að fá að heyra frá íslenskum kennurum hvernig þeim líkar, og frá foreldrum hvernig upplifun barnanna er,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar. Hér er hægt að skoða bókina í heild sinni.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira