Fótbolti

Sjáðu dramatískt hetjumark Alfreðs sem tryggði Íslandi langþráðan sigur

Aron Guðmundsson skrifar
Alfreð himinlifandi í leikslok þegar að sigur Íslands var staðfestur
Alfreð himinlifandi í leikslok þegar að sigur Íslands var staðfestur Vísir/Hulda Margrét

Alfreð Finnbogason reyndist hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í kvöld þegar liðið vann sætan 1-0 sigur á Bosníu & Herzegovínu.

Al­freð kom inn á sem vara­maður þegar um stundar­fjórðungur var eftir af leiknum og um leið byrjaði sóknar­þungi ís­lenska liðsins að aukast.

Al­freð skoraði mark sem var dæmt af skömmu eftir að hann kom inn á en á annarri mínútu upp­bótar­tíma brást honum ekki boga­listin og tryggði Ís­landi sigurinn.

Klippa: Dramatískt sigurmark Alfreðs gegn Bosníu

Markið sem Al­freð skoraði var skoðað af VAR sjánni eins og lög gera ráð fyrir en það var mögueli­ki á að brot hafi verið framið í að­draganda marksins. Al­freð var beðinn um að fara með á­horf­endur í gegnum hugar­far marka­skorarans sem þarf að bíða eftir úr­skurðinum.

„Þetta er vel þreytt. Maður fagnar eins og asni. Það er það fal­legasta við fót­boltann, það eru svona augna­blik þegar maður er að fagna svona marki, tala nú ekki um þegar það er í upp­bótar­tíma, maður er samt ein­hvern­veginn alltaf með var­naglann á.

Ég var ekki hundrað prósent viss hvort ég væri rangstæður eða ekki. Þetta er það leiðinlega við nútímafótboltann en þegar hann benti á punktinn þá var tilfinningin alveg geggjuð. Ég var ekki með alla línuna í fyrri markinu og hann var fljótur að dæma fyrra markið af en þegar maður þarf að bíða lengi þá boðar það ekki gott. Það var fallegt að sjá hann benda á punktinn.“


Tengdar fréttir

Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi

Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður.

Rætt um leikinn á X-inu: „Get in Alfredo“

Íslenskir fótboltaáhugamenn ræddu frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í leik liðsins gegn Bosníu Hersegóveníu í undankeppni EM 2024 sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld á samfélagsmiðlinum X-inu. 

Åge eftir sinn fyrsta sigur sem þjálfari Ís­lands: „Ég elska þennan hóp“

Åge Hareide, lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta, segir dramatískan sigur liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu í undan­keppni EM í kvöld hafa mikla þýðingu fyrir leik­manna­hópinn. Hann segist hafa tekið mikla taktíska á­hættu er leið á leikinn, hún borgaði sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×