Innlent

Kennarinn í Lága­­fells­­skóla kominn í leyfi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla sagði í gær að málið væri grafalvarlegt.
Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla sagði í gær að málið væri grafalvarlegt. Vísir/Vilhelm

Kennari í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ er kominn í leyfi eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um tiltekna nemendur fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir helgi.

RÚV greinir frá því að Lísa Greipsson, skólastjóri Lágafellsskóla, hafi sent bréf á nemendur skólans í dag. 

Lísa segir staðfestir í samtali við fréttastofu að kennarinn sem í hlut átti sé komin í leyfi. Hún vilji að öðru leyti ekki tjá sig efnislega um starfsmannamál einstakra starfsmanna. Kennslan verði leyst með öðrum hætti og verið sé að vinna úr málinu.

Upplýsingarnar sem fóru í dreifingu komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“.


Tengdar fréttir

Telja mikil­vægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða

Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×