Telja mikilvægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. september 2023 10:29 „Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða,“ segir í tilkynningu frá Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins. „Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og hyggst foreldrafélagið kalla eftir frekari upplýsingum og skýringum frá skólastjórnendum um tildrög málsins,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Stjórn foreldrafélagsins segist ætla að krefjast þess að gengið verði úr skugga að atvik sem þetta eigi sér ekki stað aftur. Þá sé mikilvægt að huga að nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna málsins. „Það allra mikilvægasta er þó að hugað verði vel að öllum þeim nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og leita leiða til að byggja upp traust nemenda gagnvart skólanum á ný,“ segir foreldrafélagið, sem segist ætla að standa vörð um það. Nemendur kallaðir latir og erfiðir Minnispunktarnir sem málið varðar voru ritaðar í tilefni skilafundar, þegar nemendur flytjast af miðstigi yfir á unglingastig. Fréttastofa hefur skjáskot undir höndum þar sem tilteknir nemendur eru ýmist sagðir „erfiðir“ eða „latir.“ Öðrum nemendum var hrósað. „Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna,“ segir í tilkynningu sem Lágafellsskóli sendi frá sér í gær. Hafa ekki fengið neinar frekari upplýsingar Eva Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Lágafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar en þær sem hafa nú þegar komið fram í fjölmiðlum. „Ég vil byrja á því að segja að við í foreldrafélaginu höfum ekki fengið neinar frekari upplýsingar heldur en hafa verið birtar opinberlega af hálfu skólans. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá lítum við býsna alvarlegum augum á þennan atburð. Það er held ég alveg ljóst að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Við höfum óskað eftir fundi með skólastjórnendum til að fá frekari upplýsingar og skýringar um tildrög málsins,“ segir Eva. Hún segir jafnframt að það sem sé efst í huga félagsins sé velferð nemendanna sem urður fyrir skaða vegna málsins. „Við viljum ganga úr skugga um að það sé verið að huga vel að þeim nemendum og hugsanlega aðstandendum þeirra.“ Þá tekur hún fram að foreldrafélagið vilji aðstoða foreldra í málinu, til að mynda geti þau verið milliliður til skólans. „Ég vona að foreldrar viti að þau geti leitað til okkar ef eitthvað er.“ Mosfellsbær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
„Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og hyggst foreldrafélagið kalla eftir frekari upplýsingum og skýringum frá skólastjórnendum um tildrög málsins,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Stjórn foreldrafélagsins segist ætla að krefjast þess að gengið verði úr skugga að atvik sem þetta eigi sér ekki stað aftur. Þá sé mikilvægt að huga að nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna málsins. „Það allra mikilvægasta er þó að hugað verði vel að öllum þeim nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og leita leiða til að byggja upp traust nemenda gagnvart skólanum á ný,“ segir foreldrafélagið, sem segist ætla að standa vörð um það. Nemendur kallaðir latir og erfiðir Minnispunktarnir sem málið varðar voru ritaðar í tilefni skilafundar, þegar nemendur flytjast af miðstigi yfir á unglingastig. Fréttastofa hefur skjáskot undir höndum þar sem tilteknir nemendur eru ýmist sagðir „erfiðir“ eða „latir.“ Öðrum nemendum var hrósað. „Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna,“ segir í tilkynningu sem Lágafellsskóli sendi frá sér í gær. Hafa ekki fengið neinar frekari upplýsingar Eva Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Lágafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar en þær sem hafa nú þegar komið fram í fjölmiðlum. „Ég vil byrja á því að segja að við í foreldrafélaginu höfum ekki fengið neinar frekari upplýsingar heldur en hafa verið birtar opinberlega af hálfu skólans. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá lítum við býsna alvarlegum augum á þennan atburð. Það er held ég alveg ljóst að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Við höfum óskað eftir fundi með skólastjórnendum til að fá frekari upplýsingar og skýringar um tildrög málsins,“ segir Eva. Hún segir jafnframt að það sem sé efst í huga félagsins sé velferð nemendanna sem urður fyrir skaða vegna málsins. „Við viljum ganga úr skugga um að það sé verið að huga vel að þeim nemendum og hugsanlega aðstandendum þeirra.“ Þá tekur hún fram að foreldrafélagið vilji aðstoða foreldra í málinu, til að mynda geti þau verið milliliður til skólans. „Ég vona að foreldrar viti að þau geti leitað til okkar ef eitthvað er.“
Mosfellsbær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira