Telja mikilvægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. september 2023 10:29 „Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða,“ segir í tilkynningu frá Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins. „Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og hyggst foreldrafélagið kalla eftir frekari upplýsingum og skýringum frá skólastjórnendum um tildrög málsins,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Stjórn foreldrafélagsins segist ætla að krefjast þess að gengið verði úr skugga að atvik sem þetta eigi sér ekki stað aftur. Þá sé mikilvægt að huga að nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna málsins. „Það allra mikilvægasta er þó að hugað verði vel að öllum þeim nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og leita leiða til að byggja upp traust nemenda gagnvart skólanum á ný,“ segir foreldrafélagið, sem segist ætla að standa vörð um það. Nemendur kallaðir latir og erfiðir Minnispunktarnir sem málið varðar voru ritaðar í tilefni skilafundar, þegar nemendur flytjast af miðstigi yfir á unglingastig. Fréttastofa hefur skjáskot undir höndum þar sem tilteknir nemendur eru ýmist sagðir „erfiðir“ eða „latir.“ Öðrum nemendum var hrósað. „Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna,“ segir í tilkynningu sem Lágafellsskóli sendi frá sér í gær. Hafa ekki fengið neinar frekari upplýsingar Eva Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Lágafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar en þær sem hafa nú þegar komið fram í fjölmiðlum. „Ég vil byrja á því að segja að við í foreldrafélaginu höfum ekki fengið neinar frekari upplýsingar heldur en hafa verið birtar opinberlega af hálfu skólans. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá lítum við býsna alvarlegum augum á þennan atburð. Það er held ég alveg ljóst að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Við höfum óskað eftir fundi með skólastjórnendum til að fá frekari upplýsingar og skýringar um tildrög málsins,“ segir Eva. Hún segir jafnframt að það sem sé efst í huga félagsins sé velferð nemendanna sem urður fyrir skaða vegna málsins. „Við viljum ganga úr skugga um að það sé verið að huga vel að þeim nemendum og hugsanlega aðstandendum þeirra.“ Þá tekur hún fram að foreldrafélagið vilji aðstoða foreldra í málinu, til að mynda geti þau verið milliliður til skólans. „Ég vona að foreldrar viti að þau geti leitað til okkar ef eitthvað er.“ Mosfellsbær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
„Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og hyggst foreldrafélagið kalla eftir frekari upplýsingum og skýringum frá skólastjórnendum um tildrög málsins,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Stjórn foreldrafélagsins segist ætla að krefjast þess að gengið verði úr skugga að atvik sem þetta eigi sér ekki stað aftur. Þá sé mikilvægt að huga að nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna málsins. „Það allra mikilvægasta er þó að hugað verði vel að öllum þeim nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og leita leiða til að byggja upp traust nemenda gagnvart skólanum á ný,“ segir foreldrafélagið, sem segist ætla að standa vörð um það. Nemendur kallaðir latir og erfiðir Minnispunktarnir sem málið varðar voru ritaðar í tilefni skilafundar, þegar nemendur flytjast af miðstigi yfir á unglingastig. Fréttastofa hefur skjáskot undir höndum þar sem tilteknir nemendur eru ýmist sagðir „erfiðir“ eða „latir.“ Öðrum nemendum var hrósað. „Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna,“ segir í tilkynningu sem Lágafellsskóli sendi frá sér í gær. Hafa ekki fengið neinar frekari upplýsingar Eva Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Lágafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar en þær sem hafa nú þegar komið fram í fjölmiðlum. „Ég vil byrja á því að segja að við í foreldrafélaginu höfum ekki fengið neinar frekari upplýsingar heldur en hafa verið birtar opinberlega af hálfu skólans. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá lítum við býsna alvarlegum augum á þennan atburð. Það er held ég alveg ljóst að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Við höfum óskað eftir fundi með skólastjórnendum til að fá frekari upplýsingar og skýringar um tildrög málsins,“ segir Eva. Hún segir jafnframt að það sem sé efst í huga félagsins sé velferð nemendanna sem urður fyrir skaða vegna málsins. „Við viljum ganga úr skugga um að það sé verið að huga vel að þeim nemendum og hugsanlega aðstandendum þeirra.“ Þá tekur hún fram að foreldrafélagið vilji aðstoða foreldra í málinu, til að mynda geti þau verið milliliður til skólans. „Ég vona að foreldrar viti að þau geti leitað til okkar ef eitthvað er.“
Mosfellsbær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira