Innlent

Bílarnir gjöreyðilagðir eftir íkveikjuna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi íkveikju í Naustahverfi í nótt.
Frá vettvangi íkveikju í Naustahverfi í nótt.

Ótti greip um sig meðal íbúa fjölbýlishúss í Naustahverfi á Akureyri þar sem grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílum í nótt. Bílarnir gjöreyðilögðust eins og sést af meðfylgjandi myndskeiðum frá vettvangi.

Fimm eru í haldi lögreglu á Akureyri grunaðir um tvær íkveikjur í bílum í hverfinu. Mikill eldur tók á móti lögreglu á vettvangi fyrri íkveikjunnar á fjórða tímanum í nótt og fjórir bílar voru þá þegar alelda. 

Um sjö klukkustundum síðar var tilkynnt um annan eldsvoða í bifreið í sama hverfi og fljótt var talið ljóst að kveikt hefði verið í. Lögregla segist í tilkynningu sjá fram á umfangsmikla rannsókn.


Tengdar fréttir

Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×