Al-Ittihad stefnir á að bjóða í Salah fyrir gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 17:30 Endar Mo Salah í Sádi-Arabíu eftir allt saman? Visionhaus/Getty Images Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu stefnir á að bjóða einu sinni til viðbótar í Mohamed Salah, framherja enska knattspyrnufélagsins Liverpool, áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á fimmtudaginn kemur. Í sumar má segja að Sádi-Arabía hafi tröllriðið félagaskiptaglugganum í Evrópu í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa ákveðið að færa sig um set enda gull og grænir skógar í boði. Það var ekki fyrr en síðla sumars þó sem áhugi Al-Ittihad á Mo Salah var opinberaður. Al-Ittihad hefur áður boðið í Salah en Liverpool hefur eðlilega ekki mikinn áhuga á að selja leikmanninn. Það er talið að tilboð Al-Ittihad hafi verið upp á vel yfir 100 milljónir punda en 100 milljónir punda samsvara tæpum 17 milljörðum íslenskum króna. Nú hefur Sky Sports staðfest að Al-Ittihad ætli að bjóða í Salah á ný fyrir fimmtudag en þá lokar félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu. Talið er næsta öruggt að Al-Ittihad vilji borga hinum 31 árs gamla Salah eina og og hálfa milljón punda í vikulaun. Gerir það rúmlega 250 milljónir íslenskra króna á viku. BREAKING: Al-Ittihad want to make another offer for Mohamed Salah before the Saudi Pro League window closes on Thursday pic.twitter.com/XcoYT8T55M— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Al-Ittihad hefur nú þegar sótt Fabinho til Liverpool og Jota til Celtic. Þá komu Karim Benzema og N‘Golo Kanté á frjálsri sölu til Real Madríd og Chelsea. Al-Ittihad er eitt fjögurra liða í Sádi-Arabíu sem er í eign fjárfestingasjóðs landsins, PIF. Sami fjárfestingasjóður á 80 prósent eignarhlut í Newcastle United. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15 Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sjá meira
Í sumar má segja að Sádi-Arabía hafi tröllriðið félagaskiptaglugganum í Evrópu í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa ákveðið að færa sig um set enda gull og grænir skógar í boði. Það var ekki fyrr en síðla sumars þó sem áhugi Al-Ittihad á Mo Salah var opinberaður. Al-Ittihad hefur áður boðið í Salah en Liverpool hefur eðlilega ekki mikinn áhuga á að selja leikmanninn. Það er talið að tilboð Al-Ittihad hafi verið upp á vel yfir 100 milljónir punda en 100 milljónir punda samsvara tæpum 17 milljörðum íslenskum króna. Nú hefur Sky Sports staðfest að Al-Ittihad ætli að bjóða í Salah á ný fyrir fimmtudag en þá lokar félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu. Talið er næsta öruggt að Al-Ittihad vilji borga hinum 31 árs gamla Salah eina og og hálfa milljón punda í vikulaun. Gerir það rúmlega 250 milljónir íslenskra króna á viku. BREAKING: Al-Ittihad want to make another offer for Mohamed Salah before the Saudi Pro League window closes on Thursday pic.twitter.com/XcoYT8T55M— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Al-Ittihad hefur nú þegar sótt Fabinho til Liverpool og Jota til Celtic. Þá komu Karim Benzema og N‘Golo Kanté á frjálsri sölu til Real Madríd og Chelsea. Al-Ittihad er eitt fjögurra liða í Sádi-Arabíu sem er í eign fjárfestingasjóðs landsins, PIF. Sami fjárfestingasjóður á 80 prósent eignarhlut í Newcastle United.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15 Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sjá meira
Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15
Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00