„Búnir að blása af Tenerife-ferðir“ Aron Guðmundsson skrifar 1. september 2023 15:00 Oliver í leiknum gegn Struga í gær Vísir/Hulda Margrét Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig. „Þetta verður ótrúlega áhugavert og skemmtilegt verkefni,“ sagði Oliver í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu eftir að ljóst varð hvaða liðum Breiðablik myndi mæta í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Að fara meðal annars til Ísrael og Belgíu verður gaman. Svo sá ég að síðasti leikur úkraínska liðsins var spilaður í Póllandi þannig að það kemur þá bara væntanlega í ljós síðar hvar okkar leikur við þá verður spilaður. Þetta er bara frábært verkefni að taka þátt í og við ætlum að gera okkar besta. Við erum ekki bara mættir í þessa keppni til að taka þátt, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sækja stig í þessum riðli“ Klippa: Oliver Sigurjónsson um andstæðinga Blika í Evrópu Um sögulegan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var íslenskt lið í pottinum. Breiðablik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karlaliða í fóbolta, sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni eftir 2-0 sigur í einvígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu. Dregið var í riðlana í Mónakó en spennan var mikil á Kópavogsvelli þar sem leikmenn og þjálfarar Breiðabliks voru samankomnir til þess að fylgjast með þessari sögulegu stund fyrir íslenska knattspyrnu. En hver var tilfinningin hjá leikmönnum Blika fyrir drættinum? Langaði þeim að mæta stórum liðum, ferðast til einhverra ákveðinna landa eða mæta liðum sem eru góðir möguleikar á að sigra? „Ég myndi segja að það væri blanda af þessu öllu saman,“ svaraði Oliver. „Ég hefði til að mynda verið mjög til í að fara til Fiorentina og svo einnig mæta liðum sem við eigum raunverulegan möguleika á að ná í stig gegn. Við erum allavegna brattir fyrir þessum drætti en ábyggilega hefur það verið mismunandi hvaða liðum menn hefðu viljað mæta.“ Hann viðurkennir að þekkja ekki mikið til þeirra liða sem Blikar eru að fara mæta. „Ég þekki þau ekki neitt, skoða bara á einhverjum síðum hvar þau spila og hvaða úrslit þau ná í. Ég get ekki nefnt einn leikmann í þessum liðum en við vitum að þau lið sem eru komin þetta langt í keppninni eru öll gífurlega sterk.“ Verkefnið fram undan sé afar áhugavert. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og lengir keppnistímabilið. Sumir af okkur eru búnir að blása af Tenerife-ferðir í október og fleira. Þetta er bara geðveikt og ótrúlega gaman að upplifa þetta með Breiðabliki.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
„Þetta verður ótrúlega áhugavert og skemmtilegt verkefni,“ sagði Oliver í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu eftir að ljóst varð hvaða liðum Breiðablik myndi mæta í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Að fara meðal annars til Ísrael og Belgíu verður gaman. Svo sá ég að síðasti leikur úkraínska liðsins var spilaður í Póllandi þannig að það kemur þá bara væntanlega í ljós síðar hvar okkar leikur við þá verður spilaður. Þetta er bara frábært verkefni að taka þátt í og við ætlum að gera okkar besta. Við erum ekki bara mættir í þessa keppni til að taka þátt, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sækja stig í þessum riðli“ Klippa: Oliver Sigurjónsson um andstæðinga Blika í Evrópu Um sögulegan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var íslenskt lið í pottinum. Breiðablik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karlaliða í fóbolta, sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni eftir 2-0 sigur í einvígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu. Dregið var í riðlana í Mónakó en spennan var mikil á Kópavogsvelli þar sem leikmenn og þjálfarar Breiðabliks voru samankomnir til þess að fylgjast með þessari sögulegu stund fyrir íslenska knattspyrnu. En hver var tilfinningin hjá leikmönnum Blika fyrir drættinum? Langaði þeim að mæta stórum liðum, ferðast til einhverra ákveðinna landa eða mæta liðum sem eru góðir möguleikar á að sigra? „Ég myndi segja að það væri blanda af þessu öllu saman,“ svaraði Oliver. „Ég hefði til að mynda verið mjög til í að fara til Fiorentina og svo einnig mæta liðum sem við eigum raunverulegan möguleika á að ná í stig gegn. Við erum allavegna brattir fyrir þessum drætti en ábyggilega hefur það verið mismunandi hvaða liðum menn hefðu viljað mæta.“ Hann viðurkennir að þekkja ekki mikið til þeirra liða sem Blikar eru að fara mæta. „Ég þekki þau ekki neitt, skoða bara á einhverjum síðum hvar þau spila og hvaða úrslit þau ná í. Ég get ekki nefnt einn leikmann í þessum liðum en við vitum að þau lið sem eru komin þetta langt í keppninni eru öll gífurlega sterk.“ Verkefnið fram undan sé afar áhugavert. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og lengir keppnistímabilið. Sumir af okkur eru búnir að blása af Tenerife-ferðir í október og fleira. Þetta er bara geðveikt og ótrúlega gaman að upplifa þetta með Breiðabliki.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“