„Búnir að blása af Tenerife-ferðir“ Aron Guðmundsson skrifar 1. september 2023 15:00 Oliver í leiknum gegn Struga í gær Vísir/Hulda Margrét Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig. „Þetta verður ótrúlega áhugavert og skemmtilegt verkefni,“ sagði Oliver í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu eftir að ljóst varð hvaða liðum Breiðablik myndi mæta í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Að fara meðal annars til Ísrael og Belgíu verður gaman. Svo sá ég að síðasti leikur úkraínska liðsins var spilaður í Póllandi þannig að það kemur þá bara væntanlega í ljós síðar hvar okkar leikur við þá verður spilaður. Þetta er bara frábært verkefni að taka þátt í og við ætlum að gera okkar besta. Við erum ekki bara mættir í þessa keppni til að taka þátt, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sækja stig í þessum riðli“ Klippa: Oliver Sigurjónsson um andstæðinga Blika í Evrópu Um sögulegan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var íslenskt lið í pottinum. Breiðablik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karlaliða í fóbolta, sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni eftir 2-0 sigur í einvígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu. Dregið var í riðlana í Mónakó en spennan var mikil á Kópavogsvelli þar sem leikmenn og þjálfarar Breiðabliks voru samankomnir til þess að fylgjast með þessari sögulegu stund fyrir íslenska knattspyrnu. En hver var tilfinningin hjá leikmönnum Blika fyrir drættinum? Langaði þeim að mæta stórum liðum, ferðast til einhverra ákveðinna landa eða mæta liðum sem eru góðir möguleikar á að sigra? „Ég myndi segja að það væri blanda af þessu öllu saman,“ svaraði Oliver. „Ég hefði til að mynda verið mjög til í að fara til Fiorentina og svo einnig mæta liðum sem við eigum raunverulegan möguleika á að ná í stig gegn. Við erum allavegna brattir fyrir þessum drætti en ábyggilega hefur það verið mismunandi hvaða liðum menn hefðu viljað mæta.“ Hann viðurkennir að þekkja ekki mikið til þeirra liða sem Blikar eru að fara mæta. „Ég þekki þau ekki neitt, skoða bara á einhverjum síðum hvar þau spila og hvaða úrslit þau ná í. Ég get ekki nefnt einn leikmann í þessum liðum en við vitum að þau lið sem eru komin þetta langt í keppninni eru öll gífurlega sterk.“ Verkefnið fram undan sé afar áhugavert. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og lengir keppnistímabilið. Sumir af okkur eru búnir að blása af Tenerife-ferðir í október og fleira. Þetta er bara geðveikt og ótrúlega gaman að upplifa þetta með Breiðabliki.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
„Þetta verður ótrúlega áhugavert og skemmtilegt verkefni,“ sagði Oliver í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu eftir að ljóst varð hvaða liðum Breiðablik myndi mæta í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Að fara meðal annars til Ísrael og Belgíu verður gaman. Svo sá ég að síðasti leikur úkraínska liðsins var spilaður í Póllandi þannig að það kemur þá bara væntanlega í ljós síðar hvar okkar leikur við þá verður spilaður. Þetta er bara frábært verkefni að taka þátt í og við ætlum að gera okkar besta. Við erum ekki bara mættir í þessa keppni til að taka þátt, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sækja stig í þessum riðli“ Klippa: Oliver Sigurjónsson um andstæðinga Blika í Evrópu Um sögulegan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var íslenskt lið í pottinum. Breiðablik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karlaliða í fóbolta, sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni eftir 2-0 sigur í einvígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu. Dregið var í riðlana í Mónakó en spennan var mikil á Kópavogsvelli þar sem leikmenn og þjálfarar Breiðabliks voru samankomnir til þess að fylgjast með þessari sögulegu stund fyrir íslenska knattspyrnu. En hver var tilfinningin hjá leikmönnum Blika fyrir drættinum? Langaði þeim að mæta stórum liðum, ferðast til einhverra ákveðinna landa eða mæta liðum sem eru góðir möguleikar á að sigra? „Ég myndi segja að það væri blanda af þessu öllu saman,“ svaraði Oliver. „Ég hefði til að mynda verið mjög til í að fara til Fiorentina og svo einnig mæta liðum sem við eigum raunverulegan möguleika á að ná í stig gegn. Við erum allavegna brattir fyrir þessum drætti en ábyggilega hefur það verið mismunandi hvaða liðum menn hefðu viljað mæta.“ Hann viðurkennir að þekkja ekki mikið til þeirra liða sem Blikar eru að fara mæta. „Ég þekki þau ekki neitt, skoða bara á einhverjum síðum hvar þau spila og hvaða úrslit þau ná í. Ég get ekki nefnt einn leikmann í þessum liðum en við vitum að þau lið sem eru komin þetta langt í keppninni eru öll gífurlega sterk.“ Verkefnið fram undan sé afar áhugavert. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og lengir keppnistímabilið. Sumir af okkur eru búnir að blása af Tenerife-ferðir í október og fleira. Þetta er bara geðveikt og ótrúlega gaman að upplifa þetta með Breiðabliki.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti