„Þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 09:01 Óskar Hrafn í leik gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins. Breiðablik er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í gærkvöld. Leikið var á Kópavogsvelli en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Breiðabliks og liðið því verðskuldaður sigurvegari einvígisins. „Við vissum það samt alveg að á einhverjum tímapunkti myndum við þurfa að falla niður og verjast, það liggur í hlutarins eðli. En okkar upplegg var að sækja, ekki að hugsa um það að við værum 1-0 yfir og þyrftum að verja það sem við höfðum heldur frekar að sækja það sem við höfðum ekki. Sem var sæti í þessari riðlakeppni, það var mikilvægasta verkefnið,“ bætti Óskar Hrafn við. „Fannst við hugrakkir og þorðum að spila. Er mjög stoltur af mínu liði. Fannst við stjórna spennustiginu vel og aldrei lenda í stórkostlegum vandræðum. Auðvitað hjálpaði að byrjunin var góð og hún gaf tóninn. Þetta er mikill þroski, þetta er ekki auðveld staða að vera í. Að horfa á eitthvað svona ofboðslega eftirsóknarvert og þurfa að sækja það.“ Óskar Hrafn sagði að þetta – afrek gærkvöldsins væri ekki farið að síast inn. Hann sagði að einhverjir á vegum Breiðabliks væru á leið til Mónakó þar sem drátturinn í Sambandsdeildina fer fram. „Þegar það er dregið í fyrramálið þá kannski síast þetta betur inn en þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, FH er eitt af liðunum á eftir okkur í baráttunni um Evrópusæti og er lið sem er búið að spila vel.“ „Munu allir fylgjast með hvað gerist á morgun en svo þurfum við aðeins að leggja þetta til hliðar því riðlakeppnin byrjar ekki fyrr en 21. september. Framundan er landsleikjahlé og menn þurfa aðeins að hvíla sig. Við þurfum að klára FH leikinn af krafti,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
Breiðablik er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í gærkvöld. Leikið var á Kópavogsvelli en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Breiðabliks og liðið því verðskuldaður sigurvegari einvígisins. „Við vissum það samt alveg að á einhverjum tímapunkti myndum við þurfa að falla niður og verjast, það liggur í hlutarins eðli. En okkar upplegg var að sækja, ekki að hugsa um það að við værum 1-0 yfir og þyrftum að verja það sem við höfðum heldur frekar að sækja það sem við höfðum ekki. Sem var sæti í þessari riðlakeppni, það var mikilvægasta verkefnið,“ bætti Óskar Hrafn við. „Fannst við hugrakkir og þorðum að spila. Er mjög stoltur af mínu liði. Fannst við stjórna spennustiginu vel og aldrei lenda í stórkostlegum vandræðum. Auðvitað hjálpaði að byrjunin var góð og hún gaf tóninn. Þetta er mikill þroski, þetta er ekki auðveld staða að vera í. Að horfa á eitthvað svona ofboðslega eftirsóknarvert og þurfa að sækja það.“ Óskar Hrafn sagði að þetta – afrek gærkvöldsins væri ekki farið að síast inn. Hann sagði að einhverjir á vegum Breiðabliks væru á leið til Mónakó þar sem drátturinn í Sambandsdeildina fer fram. „Þegar það er dregið í fyrramálið þá kannski síast þetta betur inn en þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, FH er eitt af liðunum á eftir okkur í baráttunni um Evrópusæti og er lið sem er búið að spila vel.“ „Munu allir fylgjast með hvað gerist á morgun en svo þurfum við aðeins að leggja þetta til hliðar því riðlakeppnin byrjar ekki fyrr en 21. september. Framundan er landsleikjahlé og menn þurfa aðeins að hvíla sig. Við þurfum að klára FH leikinn af krafti,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira