Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 30. ágúst 2023 13:43 Flugvélin fannst í Þingvallavatni og var hún hífð þaðan upp næstum því þremur mánuðu eftir að slysið átti sér stað í febrúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins. Beiðni föðurins varðar mál flugmannsins, sem lést einnig í slysinu, sem og fyrirtækis hans sem höfðu verið tekin fyrir hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars grunur um að flugferðin hafi farið utan ramma sem fyrirliggjandi leyfi heimiluðu. Flugslysið sem um ræðir átti sér stað þann þriðja febrúar árið 2022. Í því létust fjórir, einn flugmaður og þrír ferðamenn. Vélin og lík fólksins fundust í Þingvallavatni eftir leit björgunarsveita og við tóku umfangsmiklar aðgerðir við að ná flakinu og líkamsleifunum úr vatninu. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði verið flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu áður en hún lenti í því. Vísaði til lögreglurannskóknar Í einu erindi föðurins til Samgöngustofu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að flugmaðurinn og fyrirtæki hans stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins, en lögreglan hefði hætt rannsókn þess. „Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu,“ segir í úrskurðinum. Segja upplýsingarnar varða almenning Á meðal þess sem faðirinn óskaði eftir voru upplýsingar um það hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota um flugrekstur. Þá óskaði hann eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi. Í svari Samgöngustofu sagði að stofnunni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar á flugmanninum og félagi hans. Hins vegar sagði stofnunin að félagið sætti ekki eftirliti hjá sér og að maðurinn hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum. Faðirinn kærði í kjölfarið málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni sagði til að mynda að upplýsingarnar ættu erindi við almenning vegna þess að það gæti varðað flug- og almannaöryggi. Úrskurðarnefndin felst á þetta og hefur vísað mállinu aftur til Samgöngustofu sem muni taka það upp að nýju. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Beiðni föðurins varðar mál flugmannsins, sem lést einnig í slysinu, sem og fyrirtækis hans sem höfðu verið tekin fyrir hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars grunur um að flugferðin hafi farið utan ramma sem fyrirliggjandi leyfi heimiluðu. Flugslysið sem um ræðir átti sér stað þann þriðja febrúar árið 2022. Í því létust fjórir, einn flugmaður og þrír ferðamenn. Vélin og lík fólksins fundust í Þingvallavatni eftir leit björgunarsveita og við tóku umfangsmiklar aðgerðir við að ná flakinu og líkamsleifunum úr vatninu. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði verið flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu áður en hún lenti í því. Vísaði til lögreglurannskóknar Í einu erindi föðurins til Samgöngustofu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að flugmaðurinn og fyrirtæki hans stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins, en lögreglan hefði hætt rannsókn þess. „Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu,“ segir í úrskurðinum. Segja upplýsingarnar varða almenning Á meðal þess sem faðirinn óskaði eftir voru upplýsingar um það hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota um flugrekstur. Þá óskaði hann eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi. Í svari Samgöngustofu sagði að stofnunni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar á flugmanninum og félagi hans. Hins vegar sagði stofnunin að félagið sætti ekki eftirliti hjá sér og að maðurinn hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum. Faðirinn kærði í kjölfarið málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni sagði til að mynda að upplýsingarnar ættu erindi við almenning vegna þess að það gæti varðað flug- og almannaöryggi. Úrskurðarnefndin felst á þetta og hefur vísað mállinu aftur til Samgöngustofu sem muni taka það upp að nýju.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira