Fótbolti

Haraldur Freyr: Ætli þetta séu ekki sann­gjörn úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Úr leik Keflavíkur frá því fyrr í sumar.
Úr leik Keflavíkur frá því fyrr í sumar.

Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var ósáttur að hafa ekki hrósað sigri gegn Fram í dag en segir þó jafntefli líklega sanngjarna niðurstöðu.

Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var ósáttur að hafa ekki hrósað sigri gegn Fram í dag en segir þó jafntefli líklega sanngjarna niðurstöðu.

„Ætli þetta séu ekki sanngjörn úrslit, mér fannst við slakir í fyrri hálfleik, virkuðum hræddir, þorðum ekki að spila boltanum og sköpuðum ekki neitt. Seinni hálfleikurinn töluvert betri, aðeins opnari leikur og við fáum þarna ágætis færi og stöður til þess að búa til ennþá betri færi. En heilt yfir kannski sanngjarnt jafntefli.“

Stefan Ljubicic skoraði mark á 29. mínútu leiksins sem var dæmt af vegna brots á varnarmanni Fram. Stuðningsmenn, leikmenn og liðsstjórn Keflavíkur voru mjög ósátt við þá ákvörðun dómarans.

„Það var mjög lítið fannst mér, hann dæmir á bakhrindingu en ég veit það ekki. Hann dæmdi allavega aukaspyrnu.“

Haraldur segist ánægður með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleik og hrósar þeim fyrir að gera sitt besta við að sækja sigurinn, þó það hafi ekki gengið upp í dag. Þrátt fyrir erfiða stöðu liðsins hefur hann ekki enn gefið upp vonina að Keflavík haldi sér uppi í deild þeirra Bestu.

„Mér fannst við, í seinni hálfleik allavega, komum hérna út og reyndum. Sýndum að við vildum vinna og þeir fá hrós fyrir það. En eitt stig gefur okkur bara rosa lítið í þessari baráttu sem við erum í, en þetta er ekki búið ennþá. Það er alltaf von meðan það er séns.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×