Fótbolti

Þetta eru mörkin sem koma til greina sem flottasta mark HM kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lauren James fagnar mögnuðu marki sínu á móti Kína.
Lauren James fagnar mögnuðu marki sínu á móti Kína. Getty/Andy Cheung

Það er af nægu að taka þegar kemur af flottum tilþrifum og flottum mörkum frá nýloknu og vel heppnuðu heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta.

Tíu mörk af mörkum mótsins hafa nú verið tilnefnd sem fallegasta mark HM kvenna í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Það er auðvitað líklegast að stórbrotið mark Sam Kerr fyrir Ástralíu á móti Englandi eða viðstöðulaus spyrna Lauren James fyrir enska landsliðið á móti Kína séu tvö af þeim sigurstranglegri en þau fá mikla samkeppni.

Magnað samspil í aðdraganda marka voru líka mjög eftirminnileg. Þar koma mörk Spánverjans Aitana Bonmati og hinnar brasilísku Bia Zaneratto mjög sterk inn.

Einstaklingstilþrif eins og hjá Japananum Minu Tanaka og hinni Kólumbísku Linda Caicedo skiluðu líka mjög flottum mörkum.

Það var líka nóg af flottum langskotum eins og hjá hinni argentínsku Sophia Braun og hinni belgísku Esmee Brugts en það má heldur ekki gleyma aukaspyrnumarki Marta Cox frá Panama eða marki Írans Katie McCabe beint úr hornspyrnu.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin en það er hægt að kjósa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×