Fótbolti

Munu koma á fram­færi mikil­vægum skila­boðum gegn KA í kvöld

Aron Guðmundsson skrifar
Club Brugge kemur í heimsókn á Laugardalsvöll í kvöld
Club Brugge kemur í heimsókn á Laugardalsvöll í kvöld Vísir/Getty

Belgíska knatt­­spyrnu­liðið Club Brug­­ge mun spila í sér­­­stökum treyjum í seinni viður­­eign sinni gegn KA í Sam­bands­­deild Evrópu á Laugar­­dals­­velli í kvöld. Frá þessu er greint í yfir­­­lýsingu á heima­­síðu fé­lagsins.

Leik­menn Club Brug­ge munu spila í hefð­bundnu úti­vallar­treyju fé­lagsins en hún mun þó skarta sér­stökum skila­boðum, í formi #ISa­veLi­ves og snúa þau að mikil­vægi fyrstu hjálpar þegar ein­stak­lingur fer í hjarta­stopp.

„Að meðal­tali fara um 30 ein­staklingar í hjarta­stopp dag­lega í Belgíu. Því miður lifa innan við tíu prósent ekki af. Hátt hlut­fall er það ekki?“ segir í til­kynningu Club Brug­ge.

Umrædd treyja sem leikmenn Club Brugge munu skarta í kvöld í leik sínum gegn KAMynd: Club Brugge

Sam­kvæmt könnunum treysti að­eins 53% ein­stak­linga sér til þess að beita fyrstu hjálp þegar að eitt­hvað sem kallar á þannig hjálp á sér stað námunda þeim.

Club Brug­ge hefur því tekið höndum saman með UNI­BET og látið hanna snjall­for­rit þar sem ein­staklingar geta, í átta skrefum, lært hvernig eigi að beita fyrstu hjálp og um leið kannað kunn­áttu sína í þeim málum.

Nú þegar hafa yfir 10 þúsund manns nýtt sér snjall­for­ritið

Leikur KA og Club Brug­ge verður í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefjum við leika klukkan 17:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×