Ástralía í undanúrslit eftir dramatíska vítaspyrnukeppni Siggeir Ævarsson skrifar 12. ágúst 2023 10:12 4-liða úrslitin bíða þeirra. vísir/Getty Ástralía og Frakkland mættust í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í morgun þar sem Ástralía komst áfram eftir bráðabana og eru komnar í undanúrslit á HM í fyrsta sinn í sögunni. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var ótrúleg. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Á 100. mínútu komst Frakkland yfir eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Þetta var skrautleg sena því boltinn var augljóslega kominn útaf í meðförum Frakka áður en hornið var dæmt. Hornið fékk að standa og boltinn endaði í netinu eftir að heil hrúga af leikmönnum Ástrala flaug í jörðina í teignum og boltinn skoppaði inn af þvögunni en dómari leiksins dæmdi brot á Wendie Renard sem virtist þó vera algjör draugasnerting. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem boðið var upp á mikla dramatík. Rétt fyrir leikslok ákvað Hervé Renard þjálfari Frakka að finna sinn innri Louis Van Gaal og setti varamarkvörð sinn, Solene Durand, inn á. Það bar heldur betur árangur en Durand varði tvær vítaspyrnur. Bæði lið brenndu af sitthvorri spyrnunni úr fyrstu fimm og því var gripið til bráðabana. Þar fékk markvörðurinn Mackenzie Arnold gullið tækifæri til að verða hetja heimakvenna. Fyrst varði hún víti og fór svo sjálf á punktinn en skaut í stöngina. Hennar þætti var þó ekki lokið en hún varð 9. spyrnu Frakka tvisvar. Það dugði þó ekki til sigurs því Durand átti svo alveg hreint ótrúlega vörslu, þar sem hún fór í rangt horn en náði samt að slæma hendinni í boltann. Varamaðurinn Vicki Becho fékk tækifæri til að halda þessari ótrúlega löngu vítaspyrnu gangandi en skaut í stöngina. Þá kom annar varamaður á punktinn, Cortnee Vine. Þriðja tækifæri Ástrala til að klára leikinn og þá loksins kom það. Durand í rétt horn en spyrnan örugg. Ótrúleg dramatík sem boðið var upp á hér í morgunsárið en gestgjafar Ástralíu eru komnar í undanúrslit, í fyrsta sinn sem liðið nær svona langt á HM. Frakkar á leiðinni heim. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Á 100. mínútu komst Frakkland yfir eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Þetta var skrautleg sena því boltinn var augljóslega kominn útaf í meðförum Frakka áður en hornið var dæmt. Hornið fékk að standa og boltinn endaði í netinu eftir að heil hrúga af leikmönnum Ástrala flaug í jörðina í teignum og boltinn skoppaði inn af þvögunni en dómari leiksins dæmdi brot á Wendie Renard sem virtist þó vera algjör draugasnerting. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem boðið var upp á mikla dramatík. Rétt fyrir leikslok ákvað Hervé Renard þjálfari Frakka að finna sinn innri Louis Van Gaal og setti varamarkvörð sinn, Solene Durand, inn á. Það bar heldur betur árangur en Durand varði tvær vítaspyrnur. Bæði lið brenndu af sitthvorri spyrnunni úr fyrstu fimm og því var gripið til bráðabana. Þar fékk markvörðurinn Mackenzie Arnold gullið tækifæri til að verða hetja heimakvenna. Fyrst varði hún víti og fór svo sjálf á punktinn en skaut í stöngina. Hennar þætti var þó ekki lokið en hún varð 9. spyrnu Frakka tvisvar. Það dugði þó ekki til sigurs því Durand átti svo alveg hreint ótrúlega vörslu, þar sem hún fór í rangt horn en náði samt að slæma hendinni í boltann. Varamaðurinn Vicki Becho fékk tækifæri til að halda þessari ótrúlega löngu vítaspyrnu gangandi en skaut í stöngina. Þá kom annar varamaður á punktinn, Cortnee Vine. Þriðja tækifæri Ástrala til að klára leikinn og þá loksins kom það. Durand í rétt horn en spyrnan örugg. Ótrúleg dramatík sem boðið var upp á hér í morgunsárið en gestgjafar Ástralíu eru komnar í undanúrslit, í fyrsta sinn sem liðið nær svona langt á HM. Frakkar á leiðinni heim.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira