„Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. ágúst 2023 22:18 Siggi Raggi á hliðarlínunni fyrr í sumar Visir/ Tjörvi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var augljóslega mjög svekktur eftir dramatískt tap gegn HK þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir leik. HK tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútu leiksins og í leiðinni stigin þrjú. „Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Bæði liðin að passa sig og vildu ekki fá á sig skyndisóknir. Við komumst yfir og eigum að fá klárt víti þegar Sindri Snær er tekinn niður. Dómararnir sögðust ekki alveg hafa verið vissir í sinni sök en eftir því sem að mínir menn segja, búnir að sjá atvikið aftur í sjónvarpinu þá fannst þeim þetta vera víti en ég á eftir að sjá þetta aftur. Það er auðvitað drullu fúlt ef að þetta er að gerast leik eftir leik hjá okkur og einhvernveginn aldrei okkar meginn.“ Það loðir oft við liðin á botninum að það gangi lítið sem ekkert hjá þeim og það má því miður segja að það sé staðan hjá lánlausum Keflvíkingum. „Ég segi það sem þjálfari Keflavíkur sem er í botnbaráttunni að þá er þetta ofboðslega dýrt. Við fáum ekki mörg færi og erum litla liðið í mörgum af þessum leikjum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og mér fannst við eiga að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.“ „Í restina þá tókum við sénsinn og ég var að reyna að kalla á mennina til baka en það heyrðist lítið í mér á hliðarlínunni þannig að þeir skora þriðja markið sem skiptir svo sem ekki öllu máli. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en þetta var afskaplega ódýrt markið sem að þeir fengu.“ Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur svo vægt sé til orða tekið og lítið af opnum færum hjá báðum liðum. Sigurður segir að hann hafi lagt upp með það af hafa leikinn lokaðan og reyna að stöðva HK í að komast í skyndisóknir „Við ákváðum að spila lokaðan leik og fara varlega inn í leikinn. Við vildum ekki gefa þeim neinar skyndisóknir, þeir eru hættulegt skyndisóknarlið þannig að við reyndum að loka á ákveðnar sendingarleiðir hjá þeim og missa ekki boltann á hættulegum svæðum.“ „Þannig að við fórum extra varlega inn í leikinn og það var bara ákvörðun sem að við tókum. Það hefði verið allt í lagi að fara héðan með stig en við þurftum eiginlega þrjú stig þannig að það er mikið svekkelsi að fara með ekkert stig heim.“ Keflavík situr áfram fast á botninum og hafa ekki unnið leik síðan 10. apríl. Spurður út í framhaldið segir Sigurður að liðið þurfi bara að halda áfram og reyna sitt besta á meðan möguleiki er enn fyrir hendi að halda sér uppi. „Það er bara næsti leikur, ekki langt í Vals leikinn. Við þurfum bara að ná endurheimt og vera klárir í þann leik. Það eru enn níu leikir eftir, 27 stig í boði og síðast þegar ég kíkti erum við sjö stigum frá öruggu sæti. Við eigum eftir að mæta liðunum sem eru með okkur í þessari botnbaráttu.Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar og við reynum að stríða Völsurunum aðeins.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
„Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Bæði liðin að passa sig og vildu ekki fá á sig skyndisóknir. Við komumst yfir og eigum að fá klárt víti þegar Sindri Snær er tekinn niður. Dómararnir sögðust ekki alveg hafa verið vissir í sinni sök en eftir því sem að mínir menn segja, búnir að sjá atvikið aftur í sjónvarpinu þá fannst þeim þetta vera víti en ég á eftir að sjá þetta aftur. Það er auðvitað drullu fúlt ef að þetta er að gerast leik eftir leik hjá okkur og einhvernveginn aldrei okkar meginn.“ Það loðir oft við liðin á botninum að það gangi lítið sem ekkert hjá þeim og það má því miður segja að það sé staðan hjá lánlausum Keflvíkingum. „Ég segi það sem þjálfari Keflavíkur sem er í botnbaráttunni að þá er þetta ofboðslega dýrt. Við fáum ekki mörg færi og erum litla liðið í mörgum af þessum leikjum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og mér fannst við eiga að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.“ „Í restina þá tókum við sénsinn og ég var að reyna að kalla á mennina til baka en það heyrðist lítið í mér á hliðarlínunni þannig að þeir skora þriðja markið sem skiptir svo sem ekki öllu máli. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en þetta var afskaplega ódýrt markið sem að þeir fengu.“ Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur svo vægt sé til orða tekið og lítið af opnum færum hjá báðum liðum. Sigurður segir að hann hafi lagt upp með það af hafa leikinn lokaðan og reyna að stöðva HK í að komast í skyndisóknir „Við ákváðum að spila lokaðan leik og fara varlega inn í leikinn. Við vildum ekki gefa þeim neinar skyndisóknir, þeir eru hættulegt skyndisóknarlið þannig að við reyndum að loka á ákveðnar sendingarleiðir hjá þeim og missa ekki boltann á hættulegum svæðum.“ „Þannig að við fórum extra varlega inn í leikinn og það var bara ákvörðun sem að við tókum. Það hefði verið allt í lagi að fara héðan með stig en við þurftum eiginlega þrjú stig þannig að það er mikið svekkelsi að fara með ekkert stig heim.“ Keflavík situr áfram fast á botninum og hafa ekki unnið leik síðan 10. apríl. Spurður út í framhaldið segir Sigurður að liðið þurfi bara að halda áfram og reyna sitt besta á meðan möguleiki er enn fyrir hendi að halda sér uppi. „Það er bara næsti leikur, ekki langt í Vals leikinn. Við þurfum bara að ná endurheimt og vera klárir í þann leik. Það eru enn níu leikir eftir, 27 stig í boði og síðast þegar ég kíkti erum við sjö stigum frá öruggu sæti. Við eigum eftir að mæta liðunum sem eru með okkur í þessari botnbaráttu.Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar og við reynum að stríða Völsurunum aðeins.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira