Kæra mann fyrir kajakferð út í Surtsey Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2023 13:03 Sigrún Ágústdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar. Vísir Umhverfisstofnun hefur kært mann sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna. Ferðir þangað í leyfisleysi geti varðað fangelsi. Maðurinn, sem heitir Ágúst Halldórsson, birti myndbandið fyrir um viku síðan á TikTok. Í myndbandinu sést bæði náttúra Surtseyjar og Ágúst sjálfur. Við myndbandið skrifar hann að hann sé fyrstur í heiminum til að róa kajak út í eyjuna. Surtsey varð til fyrir um sextíu árum í neðansjávargosi. Menn urðu gossins fyrst varir að morgni 14. nóvember 1963 en það hélt áfram í meira en þrjú ár. Eyjan er friðuð og fær enginn að fara þangað nema brýn nauðsyn sé til. Ágúst vildi ekki ræða málið við fréttastofu að svo stöddu og sagðist vilja lesa kæruna fyrst. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir leyfi til að fara út í eyjuna fyrst og fremst veitt í vísindaskyni. Ágúst hafi ekki haft slíkt leyfi. @agusthall Fyrstur í heiminum til að róa á kayak út í Surtsey. Surtsey varð til í eldgosi árið 1963. I Wanna Be Adored - The Stone Roses „Surtsey er svona lifandi rannsóknarstofa, þar sem við erum að fylgjast með hvernig lífverur nema land í eyjunni. Þetta var ákveðið strax við friðlýsingu Surtseyjar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. „Markmiðið er sem sagt að fylgjast með því, án utanaðkomandi truflana. Þess vegna er búnaður meðal annars hreinsaður áður en farið er í land í eyjunni.“ Lögregla ákveði næstu skref Að fara út í eyjuna án leyfis geti verið refsivert. „Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli.“ Friðlýsingarskilmálar Surtseyjar séu strangari en gengur og gerist, vegna sérstöðu hennar. „Fólk er almennt velkomið á friðlýst svæði, sem eru fjölbreytt og skemmtileg. Þannig að þetta er óvenjulega strangt.“ Sigrún er með einföld skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að leika Surtseyjarförina eftir. „Bara bera virðingu fyrir þessari eyju, eins og oftast er gert.“ Surtsey Lögreglumál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Ágúst Halldórsson, birti myndbandið fyrir um viku síðan á TikTok. Í myndbandinu sést bæði náttúra Surtseyjar og Ágúst sjálfur. Við myndbandið skrifar hann að hann sé fyrstur í heiminum til að róa kajak út í eyjuna. Surtsey varð til fyrir um sextíu árum í neðansjávargosi. Menn urðu gossins fyrst varir að morgni 14. nóvember 1963 en það hélt áfram í meira en þrjú ár. Eyjan er friðuð og fær enginn að fara þangað nema brýn nauðsyn sé til. Ágúst vildi ekki ræða málið við fréttastofu að svo stöddu og sagðist vilja lesa kæruna fyrst. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir leyfi til að fara út í eyjuna fyrst og fremst veitt í vísindaskyni. Ágúst hafi ekki haft slíkt leyfi. @agusthall Fyrstur í heiminum til að róa á kayak út í Surtsey. Surtsey varð til í eldgosi árið 1963. I Wanna Be Adored - The Stone Roses „Surtsey er svona lifandi rannsóknarstofa, þar sem við erum að fylgjast með hvernig lífverur nema land í eyjunni. Þetta var ákveðið strax við friðlýsingu Surtseyjar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. „Markmiðið er sem sagt að fylgjast með því, án utanaðkomandi truflana. Þess vegna er búnaður meðal annars hreinsaður áður en farið er í land í eyjunni.“ Lögregla ákveði næstu skref Að fara út í eyjuna án leyfis geti verið refsivert. „Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli.“ Friðlýsingarskilmálar Surtseyjar séu strangari en gengur og gerist, vegna sérstöðu hennar. „Fólk er almennt velkomið á friðlýst svæði, sem eru fjölbreytt og skemmtileg. Þannig að þetta er óvenjulega strangt.“ Sigrún er með einföld skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að leika Surtseyjarförina eftir. „Bara bera virðingu fyrir þessari eyju, eins og oftast er gert.“
Surtsey Lögreglumál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira