Fótbolti

Grískur stuðnings­­maður stunginn til bana í að­draganda leiks kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Knattspyrnusamband Evrópu óttaðist átök milli stuðningsmanna AEK Aþenu og Dinamo Zagreb og bannaði því stuðningsmenn útiliðanna á leikjum þeirra í undankeppni Meistaradeildarinnar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Knattspyrnusamband Evrópu óttaðist átök milli stuðningsmanna AEK Aþenu og Dinamo Zagreb og bannaði því stuðningsmenn útiliðanna á leikjum þeirra í undankeppni Meistaradeildarinnar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Achilleas Chiras

Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

AEK Aþena tekur í kvöld á móti króatíska félaginu Dinamo Zagreb í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Meistaradeildarinnar.

Sigurvegari einvígisins mætir belgíska félaginu Antwerpen í leikjum um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á komandi leiktíð.

Gríska lögreglan staðfestir andlát stuðningsmannsins og að sex aðrir séu sárir.

Maðurinn var 22 ára gamall og var fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans.

83 manns voru handteknir í kringum þessi ólæti í miðbæ Aþenu.

Tvö hundruð stuðningsmenn króatíska félagsins ferðuðust með bíl suður til Grikklands þrátt fyrir að UEFA hafi bannað stuðningsmenn útiliðsins á leiknum af öryggisástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×