Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2023 16:36 Myndir frá réttarhöldunum yfir Navalní innan veggja hámarksöryggisfangelsisins. AP/Alexander Zemlianichenko Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Navalní var fundinn sekur um að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hefur neitað ásökunum. Réttarhöldin voru haldin innan veggja hámarksöryggisfangelsis í Orenburg-héraði en talið er að staðsetningin hafi verið valin til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllun. Fyrir réttarhöldin deildi Navalní skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist óttast það að fá „stalinískan“ dóm til að hræða aðra pólitíska andófsmenn. Líklegt þykir að Navalní gæti hlotið enn þyngri dóm síðar. Sjálfur hefur Navalní sagt að rannsakendur hafi tjáð honum að hann megi eiga von á ákæru fyrir hryðjuverk. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að dómurinn veki alvarlegar áhyggjur um misbeitingu rússneska dómskerfisins í pólitískum tilgangi. Talið er að Navalní gæti verið færður í enn strangara fangelsi líkt og rússneskir saksóknarar hafa kallað eftir. Þar muni hann þola enn meiri einangrun þar sem verður enn erfiðara fyrir hann að eiga í samskiptum við umheiminn. Þá muni hann geta tekið á móti færri gestum og þurfi að þola lengri einangrunarvistun. Dómurinn lengist og lengist Hinn 47 ára gamli Navalní hefur setið inni í Svarthöfrungafangelsi, afskekktu hámarksöryggisfangelsi við landamærin að Kasakstan, frá árinu 2021. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Í mars 2022 hlaut Navalní annan dóm, níu ára dóm vegna fjárdráttar og óhlýðni við lögmætan úrskurð dómstóls. Þeim dómi var lýst sem sýndarréttarhöldum af Amnesty International. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Navalní var fundinn sekur um að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hefur neitað ásökunum. Réttarhöldin voru haldin innan veggja hámarksöryggisfangelsis í Orenburg-héraði en talið er að staðsetningin hafi verið valin til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllun. Fyrir réttarhöldin deildi Navalní skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist óttast það að fá „stalinískan“ dóm til að hræða aðra pólitíska andófsmenn. Líklegt þykir að Navalní gæti hlotið enn þyngri dóm síðar. Sjálfur hefur Navalní sagt að rannsakendur hafi tjáð honum að hann megi eiga von á ákæru fyrir hryðjuverk. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að dómurinn veki alvarlegar áhyggjur um misbeitingu rússneska dómskerfisins í pólitískum tilgangi. Talið er að Navalní gæti verið færður í enn strangara fangelsi líkt og rússneskir saksóknarar hafa kallað eftir. Þar muni hann þola enn meiri einangrun þar sem verður enn erfiðara fyrir hann að eiga í samskiptum við umheiminn. Þá muni hann geta tekið á móti færri gestum og þurfi að þola lengri einangrunarvistun. Dómurinn lengist og lengist Hinn 47 ára gamli Navalní hefur setið inni í Svarthöfrungafangelsi, afskekktu hámarksöryggisfangelsi við landamærin að Kasakstan, frá árinu 2021. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Í mars 2022 hlaut Navalní annan dóm, níu ára dóm vegna fjárdráttar og óhlýðni við lögmætan úrskurð dómstóls. Þeim dómi var lýst sem sýndarréttarhöldum af Amnesty International.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14
Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23