Fótbolti

Frakkar á toppi F-riðils eftir sigur gegn Brasilíu

Jón Már Ferro skrifar
Franska liðið var að vonum sátt eftir leik.
Franska liðið var að vonum sátt eftir leik. vísir/getty

Frakkland vann Brasilíu 2-1 í æsispennandi leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Frakkland er á toppi F-riðilsins eftir úrslitin. Með sigri hefði Brasilía getað tryggt sig í 16-liða úrslitin en nú er allt mögulegt.

Bæði mörk Frakka komu úr skalla. Annað eftir hornspyrnu en hitt eftir langa sendingu fram völlinn. Það reyndist nóg því þeim brasilísku tókst einungis að skora eitt mark í millitíðinni. 

Fyrra mark Frakk skoraði Eugénie Le Sommer en hún leikur með Lyon í heimalandinu. Seinna markið skoraði liðsfélagi Sommer hjá Lyon, Selma Bacha. 

Debinha skoraði eina mark Brasilíu í leiknum en hún leikur með Kansas City Current í Bandaríkjunum.

Eftir leikinn er Frakkland með fjögur stig, Brasilía er með þrjú stig en Jamaíka eitt. Panama er stigalaust á botni F-riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×