Fótbolti

Margrét Árnadóttir til liðs við Þór/KA á ný

Siggeir Ævarsson skrifar
Margrét Árnadóttir í treyju Parma
Margrét Árnadóttir í treyju Parma Heimasíða Þór/KA

Þór/KA hefur borist vænn liðsstyrkur í Bestu deild kvenna en Margrét Árnadóttir hefur gengið til liðs við liðið á ný eftir að hafa spilað með Parma á Ítalíu síðustu mánuði. 

Margrét, sem fædd er árið 1999 og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil á Íslandi norðan heiða. Hún lék 136 leiki með Þór/KA áður en hún hélt í atvinnumennsku en hún lék sína meistaraflokksleiki árið 2016.

Þór/KA tilkynntu um félagaskiptin á vefsíðu sinni í kvöld en Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, segir það mikið ánægjuefni að fá Margréti aftur til liðsins.

„Með henni fáum við inn meiri reynslu og gæði í annars mjög ungan og efnilegan leikmannahóp, við aukum breiddina, sem er mjög mikilvægt fyrir okkur fyrir lokakafla hefðbundnu deildarkeppninnar og svo áfram í leikjunum sem bætast við eftir tvískiptinguna. Við eigum sex leiki eftir í deildinni sem raðast á innan við mánuð og þar mun breiddin skipta miklu máli.“

Margrét er komin aftur í Þór/KA treyjunaVefsíða Þór/KA

Margrét náði ekki að festa sig í sessi hjá Parma og kom aðeins við sögu í fimm leikjum liðsins. Liðið féll úr Seríu A í vor.


Tengdar fréttir

Margrét hitti goð­sögnina Buf­fon strax á fyrsta degi

Margrét Árnadóttir samdi við lið Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dögunum. Hún var vart lent á Ítalíu þegar hún hafði fengið sjálfu með einni af skærustu stjörnum Parma, goðsögninni Gianluigi Buffon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×