Þurfa að bíta á jaxlinn gegn beinskeyttum Írum í kvöld: „Þurfum að þora vera við sjálfir“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 09:34 Frá leik KA og Connah's Quay Nomad á Framvellinum fyrr í sumar. Stuðningsmenn KA fjölmenntu á völlinn í Reykjavík. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari karlaliðs KA í fótbolta er borubrattur fyrir fyrri leik liðsins gegn írska liðinu Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Norðanmenn þurfti að setja í næsta gír frá einvígi sínu í fyrstu umferðinni til að eiga möguleika. Leikið verður á Framvellinum í Úlfarsárdalnum í kvöld og á Írlandi að viku liðinni. „Þetta leggst hrikalega vel í okkur, þetta er flott lið sem við erum að fara mæta. Við erum ánægðir með að hafa farið áfram úr einvígi okkar við Connah's Quay Nomads og ættum að eiga fína möguleika ef við spilum vel á morgun.“ Einvígi KA við Connah's Quay Nomads, í fyrstu umferð undankeppninnar, lauk með samanlögðum 4-0 sigri Norðanmanna. „Núna þurfum við að spilja jafnvel eða betur en á móti Connah's Quay. Þetta Dundalk lið er líkamlega sterkt og á sama tíma eru þeir mjög beinskeyttir. Við höfum skoðað þeirra leikstíl og undirbúið okkur vel og vitum hverju við erum að fara mæta á morgun. Það sem við þurfum að gera er að vera við sjálfir, þora að spila okkar bolta og mæta þeim í návígunum. Það er lykilatriði fyrir okkur að fara með góða stöðu héðan úr fyrri viðureigninni til að eiga góða möguleika á Írlandi.“ Hallgrímur Jónasson er þjálfari KAHulda Margrét Frammistaðan hingað til gefur mönnum trú Frammistaða liðsins yfir tvo leiki á móti Connah's Quay Nomads hlýtur að gefa liðinu sjálfstraust fyrir komandi einvígi? „Já ég er sammála því og maður sá það á nokkrum af þeim leikmönnum, sem voru að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti, að þeir voru aðeins meira stressaðri en í leikjum deildarinnar hér heima. Nú er það bara farið og þetta fyrsta einvígi liðsins gefur því trú og menn mæta klárir frá fyrstu mínútu á morgun. Þetta Dundalk lið er gott en þetta er ekki lið sem er ómögulegt að vinna. Við vitum að ef við mætum vel til leiks og spilum okkar besta leik, þá eigum við góðan möguleika.“ Dundalk er sem stendur í 5. sæti írsku úrvalsdeildarinnar og hefur verið á góðri siglingu heima fyrir undanfarið. Allt öðruvísi en Shamrock Rovers Í aðdraganda einvígisins hefur borið á því að verið sé að bera liðið saman við Shamrock Rovers, topplið írsku deildarinnar sem lá í valnum í tvígang gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Komur írskra félagsliða hingað til lands hafa verið yfir meðallagi upp á síðkastið. Shamrock Rovers, topplið írsku úrvalsdeildarinnar, lá í valnum í tveggja leikja einvígi sínu við Íslandsmeistara BreiðabliksVísir/Pawel Cieslikiewicz Er þetta samanburður sem þú ert að lesa eitthvað mikið í? „Gæðalega séð eru þessi lið bara mjög svipuð held ég. Dundalk hefur þó unnið Shamrock Rovers í tvígang núna undanfarnar vikur en þetta Dundalk lið spilar allt öðruvísi en Shamrock Rovers. Þeir eru mun beinskeyttari, eru ekki þetta tiki-taka lið, sýna rosalega ákefð í sinni pressu og beita oftar löngum boltum. Þetta er því allt öðruvísi lið og þetta verða allt öðruvísi leikir en leikir Shamrock Rovers.“ Þurfa að bíta á jaxlinn Það er skammt stórra högga á milli hjá KA-mönnum. Liðið er á fullu í Evrópukeppni sem og heima fyrir og átti á mánudagskvöld hörkuleik gegn Keflvíkingum á útivelli sem vannst 4-3. Hvernig finnst þér leikmenn vera að takast á við álagið þessa dagana? „Jú bara ótrúlega vel. Við höfum unnið fjóra leiki í röð, það hefur gengið vel en þegar álagið verður svona mikið yfir lengri tíma þá fer það auðvitað að bíta í okkur. Við lentum í smá skakkaföllum í síðasta leik þegar að Ívar Örn meiddist en Rodri er orðinn góður af sínum meiðslum. Staðan er bara þokkalega góð þessa stundina og við náðum að rúlla aðeins á hópnum í síðasta leik. Svo er það líka bara undir leikmönnum komið að hugsa vel um sig á þessum vikum. Vera professional, hvíla sig og borða rétt. Svo þarf bara að bíta á jaxlinn, þú getur alveg hlupið meira en þú oft heldur. Menn þurfa bara vera klárir í að leggja vinnuna á sig.“ Leikur KA og Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan tíu mínútur í sex. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Leikið verður á Framvellinum í Úlfarsárdalnum í kvöld og á Írlandi að viku liðinni. „Þetta leggst hrikalega vel í okkur, þetta er flott lið sem við erum að fara mæta. Við erum ánægðir með að hafa farið áfram úr einvígi okkar við Connah's Quay Nomads og ættum að eiga fína möguleika ef við spilum vel á morgun.“ Einvígi KA við Connah's Quay Nomads, í fyrstu umferð undankeppninnar, lauk með samanlögðum 4-0 sigri Norðanmanna. „Núna þurfum við að spilja jafnvel eða betur en á móti Connah's Quay. Þetta Dundalk lið er líkamlega sterkt og á sama tíma eru þeir mjög beinskeyttir. Við höfum skoðað þeirra leikstíl og undirbúið okkur vel og vitum hverju við erum að fara mæta á morgun. Það sem við þurfum að gera er að vera við sjálfir, þora að spila okkar bolta og mæta þeim í návígunum. Það er lykilatriði fyrir okkur að fara með góða stöðu héðan úr fyrri viðureigninni til að eiga góða möguleika á Írlandi.“ Hallgrímur Jónasson er þjálfari KAHulda Margrét Frammistaðan hingað til gefur mönnum trú Frammistaða liðsins yfir tvo leiki á móti Connah's Quay Nomads hlýtur að gefa liðinu sjálfstraust fyrir komandi einvígi? „Já ég er sammála því og maður sá það á nokkrum af þeim leikmönnum, sem voru að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti, að þeir voru aðeins meira stressaðri en í leikjum deildarinnar hér heima. Nú er það bara farið og þetta fyrsta einvígi liðsins gefur því trú og menn mæta klárir frá fyrstu mínútu á morgun. Þetta Dundalk lið er gott en þetta er ekki lið sem er ómögulegt að vinna. Við vitum að ef við mætum vel til leiks og spilum okkar besta leik, þá eigum við góðan möguleika.“ Dundalk er sem stendur í 5. sæti írsku úrvalsdeildarinnar og hefur verið á góðri siglingu heima fyrir undanfarið. Allt öðruvísi en Shamrock Rovers Í aðdraganda einvígisins hefur borið á því að verið sé að bera liðið saman við Shamrock Rovers, topplið írsku deildarinnar sem lá í valnum í tvígang gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Komur írskra félagsliða hingað til lands hafa verið yfir meðallagi upp á síðkastið. Shamrock Rovers, topplið írsku úrvalsdeildarinnar, lá í valnum í tveggja leikja einvígi sínu við Íslandsmeistara BreiðabliksVísir/Pawel Cieslikiewicz Er þetta samanburður sem þú ert að lesa eitthvað mikið í? „Gæðalega séð eru þessi lið bara mjög svipuð held ég. Dundalk hefur þó unnið Shamrock Rovers í tvígang núna undanfarnar vikur en þetta Dundalk lið spilar allt öðruvísi en Shamrock Rovers. Þeir eru mun beinskeyttari, eru ekki þetta tiki-taka lið, sýna rosalega ákefð í sinni pressu og beita oftar löngum boltum. Þetta er því allt öðruvísi lið og þetta verða allt öðruvísi leikir en leikir Shamrock Rovers.“ Þurfa að bíta á jaxlinn Það er skammt stórra högga á milli hjá KA-mönnum. Liðið er á fullu í Evrópukeppni sem og heima fyrir og átti á mánudagskvöld hörkuleik gegn Keflvíkingum á útivelli sem vannst 4-3. Hvernig finnst þér leikmenn vera að takast á við álagið þessa dagana? „Jú bara ótrúlega vel. Við höfum unnið fjóra leiki í röð, það hefur gengið vel en þegar álagið verður svona mikið yfir lengri tíma þá fer það auðvitað að bíta í okkur. Við lentum í smá skakkaföllum í síðasta leik þegar að Ívar Örn meiddist en Rodri er orðinn góður af sínum meiðslum. Staðan er bara þokkalega góð þessa stundina og við náðum að rúlla aðeins á hópnum í síðasta leik. Svo er það líka bara undir leikmönnum komið að hugsa vel um sig á þessum vikum. Vera professional, hvíla sig og borða rétt. Svo þarf bara að bíta á jaxlinn, þú getur alveg hlupið meira en þú oft heldur. Menn þurfa bara vera klárir í að leggja vinnuna á sig.“ Leikur KA og Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan tíu mínútur í sex.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira