Erfitt að glíma við elda þegar óþekkt eiturefni gætu verið í spilinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2023 12:16 Talsverðar skemmdir urðu á efnamóttöku Terra í Hafnarfirði. Vísir/Ingi Talsverðar skemmdir urðu á móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði vegna elds sem kviknaði þar í nótt. Varðstjóri segir varasamt að glíma við eld þar sem finna má óþekkt eiturefni. Heppni sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í húsinu. Tilkynning um brunann barst slökkviliði rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og var allt tiltækt lið þess kallað út. Aðgerðir standa enn yfir, þó tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. „Við fórum að draga úr þessu um sjö leitið í morgun. Sendum þá tvær stöðvar heim og fljótlega um átta fer þriðja stöðin og svo skipt út mannskap á fjórðu stöðinni þannig að dagvaktin tók við. Það er svo sem búið að slökkva en verið að leita af sér allan grun að búið sé að slökkva allar glæður,“ segir Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.Vísir/Ingi Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. „Við enduðum á því að fá tæki frá Terra til að moka dótinu út og kláruðum að slökkva í því þar,“ segir Lárus. Eldurinn kom upp í efnamóttöku Terra. „En eldurinn var staðbundinn þar og fór ekkert í næstu hús.“ Mikil mildi sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í móttökustöðinni, enda geti verið erfitt að glíma við eld þar sem hættuleg efni er að finna. „Sérstaklega þegar við vitum ekki hvernig efni við erum að eiga við. Þess vegna förum við eins varlega í þetta og við mögulega getum: Sendum reykkafara stutt inn til að skoða og vinnum þetta þannig að það sé allt öruggt. Sum efni eru líka þannig að þau hvarfast við vatn - það er ekki gott að fá vatn á sum efni - þannig að við vinnum þetta eins örugglega og við mögulega getum,“ segir Lárus. Lögreglan hafi nú til rannsóknar hvernig eldurinn kviknaði. Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Tilkynning um brunann barst slökkviliði rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og var allt tiltækt lið þess kallað út. Aðgerðir standa enn yfir, þó tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. „Við fórum að draga úr þessu um sjö leitið í morgun. Sendum þá tvær stöðvar heim og fljótlega um átta fer þriðja stöðin og svo skipt út mannskap á fjórðu stöðinni þannig að dagvaktin tók við. Það er svo sem búið að slökkva en verið að leita af sér allan grun að búið sé að slökkva allar glæður,“ segir Lárus Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út.Vísir/Ingi Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. „Við enduðum á því að fá tæki frá Terra til að moka dótinu út og kláruðum að slökkva í því þar,“ segir Lárus. Eldurinn kom upp í efnamóttöku Terra. „En eldurinn var staðbundinn þar og fór ekkert í næstu hús.“ Mikil mildi sé að engin hættuleg efni hafi verið að finna í móttökustöðinni, enda geti verið erfitt að glíma við eld þar sem hættuleg efni er að finna. „Sérstaklega þegar við vitum ekki hvernig efni við erum að eiga við. Þess vegna förum við eins varlega í þetta og við mögulega getum: Sendum reykkafara stutt inn til að skoða og vinnum þetta þannig að það sé allt öruggt. Sum efni eru líka þannig að þau hvarfast við vatn - það er ekki gott að fá vatn á sum efni - þannig að við vinnum þetta eins örugglega og við mögulega getum,“ segir Lárus. Lögreglan hafi nú til rannsóknar hvernig eldurinn kviknaði.
Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25. júlí 2023 06:48