Fótbolti

Tapi Blikar fyrir FC Kaup­manna­höfn fara þeir til Bosníu-Hersegóvínu eða Slóvakíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blikar vita nú hverjir mótherjar þeirra verða í Evrópudeildinni fari svo að þeir tapi gegn FCK.
Blikar vita nú hverjir mótherjar þeirra verða í Evrópudeildinni fari svo að þeir tapi gegn FCK. Vísir/Diego

Búið er að draga í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þangað fara Íslandsmeistarar Breiðabliks falli þeir úr leik gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mætast í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Annað kvöld fer fyrri leikur Breiðabliks og Danmerkurmeistara FCK fram á Kópavogsvelli. Uppselt er á leikinn sem hefst klukkan 19.15 en hann verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Liðið sem sigrar viðureignina fer áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið fer hins vegar í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar. Búið er að staðfesta hvaða hverjir mótherjar þeirra verða bæði fyrir liðið sem kemst áfram í Meistaradeildinni sem og liðið sem fer í Evrópudeildina.

Takist Breiðablik að vinna FCK þá mæta þeir Sparta Prag frá Tékklandi. Félagið var stofnað 1893 og spilar á epet ARENA sem tekur 19.416 í sæti. Félagið hefur 37 sinnum orðið landsmeistari.

Tapi Breiðablik fyrir FCK þá mæta Íslandsmeistararnir annað hvort HŠK Zrinjski Mostar frá Bosníu-Hersegóvínu eða Slovan Bratislava frá Slóvakíu.

HŠK Zrinjski Mostar var stofnað árið 1905 en endurvakið árið 1992. Félagið spilar á Bijelim Brijegom-vellinum sem tekur 9000 manns í sæti. Liðið hefur átta sinnum orðið landsmeistari.

Slovan Bratislava svar stofnað 1919. Félagið spilar á Tehelné pole-vellinum sem tekur 22.500 manns í sæti. Liðið hefur 21 sinni orðið landsmeistari.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×