Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 11:51 Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14. til18. ágúst. Þinghald í málinu er lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. Í ákæru á hendur manninum er gert grein fyrir tólf atvikum á árunum 2019-2023 þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá er hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig er hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki er sagt frá því að maðurinn hafi slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Segist sjálfur vera fórnarlamb Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum þann 12. júlí síðastliðinn en varnaraðili kærði þann úrskurð. Landsréttur úrskurðaði á þriðjudaginn um að gæsluvarðhald yfir manninum skyldi standa yfir til miðvikudagsins 9. ágúst. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn þann 25. febrúar síðastliðinn þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu hans. Um ræðir tilvikið þegar eiginkona hans hlaut lífshættulega áverka. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann hefur neitað að stærstum hluta sök og sagði lögreglu að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Að auki segist hann vera fórnarlambið í málinu, ekki konuna. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14.-18. ágúst. Sú staðreynd að aðalmeðferðinni eru gefnir fjórir dagar gefur til kynna hve mikið umfang málsins er. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum er gert grein fyrir tólf atvikum á árunum 2019-2023 þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá er hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig er hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki er sagt frá því að maðurinn hafi slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Segist sjálfur vera fórnarlamb Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum þann 12. júlí síðastliðinn en varnaraðili kærði þann úrskurð. Landsréttur úrskurðaði á þriðjudaginn um að gæsluvarðhald yfir manninum skyldi standa yfir til miðvikudagsins 9. ágúst. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn þann 25. febrúar síðastliðinn þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu hans. Um ræðir tilvikið þegar eiginkona hans hlaut lífshættulega áverka. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann hefur neitað að stærstum hluta sök og sagði lögreglu að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Að auki segist hann vera fórnarlambið í málinu, ekki konuna. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14.-18. ágúst. Sú staðreynd að aðalmeðferðinni eru gefnir fjórir dagar gefur til kynna hve mikið umfang málsins er.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira