Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 11:51 Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14. til18. ágúst. Þinghald í málinu er lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. Í ákæru á hendur manninum er gert grein fyrir tólf atvikum á árunum 2019-2023 þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá er hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig er hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki er sagt frá því að maðurinn hafi slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Segist sjálfur vera fórnarlamb Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum þann 12. júlí síðastliðinn en varnaraðili kærði þann úrskurð. Landsréttur úrskurðaði á þriðjudaginn um að gæsluvarðhald yfir manninum skyldi standa yfir til miðvikudagsins 9. ágúst. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn þann 25. febrúar síðastliðinn þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu hans. Um ræðir tilvikið þegar eiginkona hans hlaut lífshættulega áverka. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann hefur neitað að stærstum hluta sök og sagði lögreglu að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Að auki segist hann vera fórnarlambið í málinu, ekki konuna. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14.-18. ágúst. Sú staðreynd að aðalmeðferðinni eru gefnir fjórir dagar gefur til kynna hve mikið umfang málsins er. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum er gert grein fyrir tólf atvikum á árunum 2019-2023 þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá er hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig er hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki er sagt frá því að maðurinn hafi slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Segist sjálfur vera fórnarlamb Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum þann 12. júlí síðastliðinn en varnaraðili kærði þann úrskurð. Landsréttur úrskurðaði á þriðjudaginn um að gæsluvarðhald yfir manninum skyldi standa yfir til miðvikudagsins 9. ágúst. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn þann 25. febrúar síðastliðinn þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu hans. Um ræðir tilvikið þegar eiginkona hans hlaut lífshættulega áverka. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann hefur neitað að stærstum hluta sök og sagði lögreglu að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Að auki segist hann vera fórnarlambið í málinu, ekki konuna. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Reykjaness dagana 14.-18. ágúst. Sú staðreynd að aðalmeðferðinni eru gefnir fjórir dagar gefur til kynna hve mikið umfang málsins er.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira