Hringdi 237 sinnum á Neyðarlínu og hafnað um miskabætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2023 10:57 Frá höfuðstöðvum Neyðarlínunnar. vísir/vilhelm Íslenska ríkið hefur verið sýknað af miskabótakröfu manns sem var handtekinn eftir að hafa hringt 237 sinnum að ástæðulausu í neyðarlínu. Hann var sjálfur talinn hafa valdið aðgerðum lögreglu. Að kvöldi 23. desember 2020 hringdi maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, 237 sinnum á sólarhring í símanúmer Neyðarlínunnar 112, án þess að um neyðartilvik eða erindi við viðbragðsaðila væri að ræða. Lögregla hringdi í manninn í þeim tilgangi að fá hann til að láta af hringingunum, en án árangurs. Svo fór að maðurinn var handtekinn aðfararnótt aðfangadags og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn kaus að tjá sig ekki í skýrslutöku um erindi sitt við Neyðarlínuna og í maí 2021 var rannsókn lögreglustjóra á málinu hætt. Í ágúst sama ár krafðist maðurinn miskabóta úr hendi ríkisins vegna aðgerða lögreglu í málinu. Ríkislögreglustjóri hafnaði greiðslu miskabóta og taldi að maðurinn hafi sjálfur orðið valdur að aðgerðum lögreglu gegn honum. Fyrirsjáanleg afleiðing Í miskabótamálinu byggði maðurinn á því að hann hafi verið borinn sökum í sakamáli vegna máls sem var fellt niður. Hann ætti því rétt til óskertra bóta úr hendi ríkisins og krafðist einnar milljónar króna. Hann hafi hvorki brotið gegn fjarskiptalögum né öðrum lögum. Ríkið byggði á því að maðurinn hafi valdið þeim aðgerðum sem lögregla réðist í umrætt kvöld með því að hringja 237 sinnum að óþörfu í Neyðarlínu. Hann hafi valdið verulegri truflun á starfsemi Neyðarlínu og ekki upplýst hvert erindi hans væri. Handtakan hafi verið nauðsynleg í þágu allsherjarreglu. Grunur væri uppi um að maðurinn hafi gerst brotlegur gegn fjarskipta- og hegningarlögum með háttsemi sinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var talið að háttsemi mannins hafi gefið fullt tilefni til að handtaka manninn, til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Maðurinn hafi sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisti bótakröfu sína á og væri háttsemi hans orsök og fyrirsjáanleg afleiðing af háttsemi hans. Ríkið var því sýknað af kröfum mannsins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Að kvöldi 23. desember 2020 hringdi maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, 237 sinnum á sólarhring í símanúmer Neyðarlínunnar 112, án þess að um neyðartilvik eða erindi við viðbragðsaðila væri að ræða. Lögregla hringdi í manninn í þeim tilgangi að fá hann til að láta af hringingunum, en án árangurs. Svo fór að maðurinn var handtekinn aðfararnótt aðfangadags og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn kaus að tjá sig ekki í skýrslutöku um erindi sitt við Neyðarlínuna og í maí 2021 var rannsókn lögreglustjóra á málinu hætt. Í ágúst sama ár krafðist maðurinn miskabóta úr hendi ríkisins vegna aðgerða lögreglu í málinu. Ríkislögreglustjóri hafnaði greiðslu miskabóta og taldi að maðurinn hafi sjálfur orðið valdur að aðgerðum lögreglu gegn honum. Fyrirsjáanleg afleiðing Í miskabótamálinu byggði maðurinn á því að hann hafi verið borinn sökum í sakamáli vegna máls sem var fellt niður. Hann ætti því rétt til óskertra bóta úr hendi ríkisins og krafðist einnar milljónar króna. Hann hafi hvorki brotið gegn fjarskiptalögum né öðrum lögum. Ríkið byggði á því að maðurinn hafi valdið þeim aðgerðum sem lögregla réðist í umrætt kvöld með því að hringja 237 sinnum að óþörfu í Neyðarlínu. Hann hafi valdið verulegri truflun á starfsemi Neyðarlínu og ekki upplýst hvert erindi hans væri. Handtakan hafi verið nauðsynleg í þágu allsherjarreglu. Grunur væri uppi um að maðurinn hafi gerst brotlegur gegn fjarskipta- og hegningarlögum með háttsemi sinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var talið að háttsemi mannins hafi gefið fullt tilefni til að handtaka manninn, til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Maðurinn hafi sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisti bótakröfu sína á og væri háttsemi hans orsök og fyrirsjáanleg afleiðing af háttsemi hans. Ríkið var því sýknað af kröfum mannsins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira