Fótbolti

Töpin gegn Slóvakíu og Portúgal fella Ísland um þrjú sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísland fellur um þrjú sæti milli lista.
Ísland fellur um þrjú sæti milli lista. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur niður um þrjú sæti á nýjum heimslista FIFA sem gefinn var út í morgun.

Ísland var í 64. sæti á síðasta lista, en situr nú í 67. sæti. Fyrr í þessum mánuði tapaði liðið gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM og má ætla að þau töp hafi í það minnsta ekki hjálpað Íslandi á listanum.

Heimsmeistarar Argentínu tróna enn á toppi listans og í raun er lítil sem engin breyting á efstu tíu þjóðum listans. Frakkar stija enn í öðru sæti, Brasilíumenn í því þriðja, en Englendingar stökkva úr fimmta sætinu og upp fyrir Belga í það fjórða.

Þá fara Króatar einnig upp fyrir Hollendinga í sjötta sætið. Ítalir, Portúgalir og Spánverjar fylgja svo þar á eftir í 8.-10. sæti.

Listann í heild sinni má sjá á heimasíðu FIFA með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×