Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2023 06:55 Stilla úr myndskeiði sem er sagt sýna Shoigu á leið að heimsækja hersveitir Rússa í Úkraínu. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. Þetta fullyrðir fréttastofan RIA. Shoigu hefur ekki tjáð sig um atburði helgarinnar en Prigozhin var harðorður í garð varnarmálaráðherrans og sakaði hann meðal annars um að hafa blekkt Vladimir Pútín Rússlandsforseta og rússneskan almenning til að styðja við tilhæfulausa innrás inn í Úkraínu. Í kjölfar samkomulags Alexander Lúkasjenkó og Prigozhin um að binda enda á uppreisn Wagner hafa menn spurt sig að því hvort Shoigu muni halda embættinu. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að ásakanir Prigozhin hafi breytt afstöðu Pútín til ráðherrans. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, hefur lýst því yfir að sá viðbúnaður sem gripið var til vegna valdaránstilraunarinnar og sóknar Wagner að höfuðborginni sé ekki lengur í gildi. Í tilkynningu á Telegram þakkaði hann íbúum skilning þeirra og yfirvegun. Bresk stjórnvöld greindu frá því í morgun að 17 þúsund Úkraínumenn hefðu fengið þjálfun hjá Bretum og öðrum bandamönnum Úkraínu frá því að innrásin hófst. Ekkert bendir til annars en að Rússar hyggist berjast áfram í Úkraínu og óvíst hvaða áhrif ef einhver atburðir helgarinnar munu hafa á gang mála. Fastlega er búist við að hluti Wagner-liða muni snúa aftur á vígvöllinn til að berjast fyrir Rússland. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Þetta fullyrðir fréttastofan RIA. Shoigu hefur ekki tjáð sig um atburði helgarinnar en Prigozhin var harðorður í garð varnarmálaráðherrans og sakaði hann meðal annars um að hafa blekkt Vladimir Pútín Rússlandsforseta og rússneskan almenning til að styðja við tilhæfulausa innrás inn í Úkraínu. Í kjölfar samkomulags Alexander Lúkasjenkó og Prigozhin um að binda enda á uppreisn Wagner hafa menn spurt sig að því hvort Shoigu muni halda embættinu. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að ásakanir Prigozhin hafi breytt afstöðu Pútín til ráðherrans. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, hefur lýst því yfir að sá viðbúnaður sem gripið var til vegna valdaránstilraunarinnar og sóknar Wagner að höfuðborginni sé ekki lengur í gildi. Í tilkynningu á Telegram þakkaði hann íbúum skilning þeirra og yfirvegun. Bresk stjórnvöld greindu frá því í morgun að 17 þúsund Úkraínumenn hefðu fengið þjálfun hjá Bretum og öðrum bandamönnum Úkraínu frá því að innrásin hófst. Ekkert bendir til annars en að Rússar hyggist berjast áfram í Úkraínu og óvíst hvaða áhrif ef einhver atburðir helgarinnar munu hafa á gang mála. Fastlega er búist við að hluti Wagner-liða muni snúa aftur á vígvöllinn til að berjast fyrir Rússland.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30