Stjarna úr bandaríska háskólaboltanum semur við Álftanes Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 16:01 Álftanes ætlar sér stóra hluti. Álftanes Það er ljóst að Álftanes ætlar sér að gera meira en að vera bara með í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Nýliðarnir hafa sótt landsliðsmennina Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson og nú hefur Douglas Wilson samið við félagið út komandi leiktíð. Álftanes sigraði 1. deild karla í körfubolta í vor og mun leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ekkert er til sparað og hefur liðið sankað að sér frábærum leikmönnum að undanförnu. Nú hefur það fengið vægast sagt spennandi viðbót frá Bandaríkjunum. Douglas Wilson er 2.01 metri á hæð og kemur frá South Dakota State-háskólanum. Hann spilar stöðu miðherja eða kraftframherja og var að meðaltali með 17 stig í leik á sínum þremur leiktíðum fyrir South Dakota State. „Wilson hefur það á afrekaskrá sinni að hafa verið valinn besti leikmaður Summit-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem er öflug háskóladeild. Það gerði hann strax á sínu fyrsta ári í skólanum. Á þriðja ári sínu var hann svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í deildinni er hann leiddi South Dakota State til sigurs,“ segir í tilkynningu nýliðanna. Wilson samdi við lið í Frakklandi fyrir síðustu leiktíð en í læknisskoðun þar vildu læknar gera frekari rannsóknir á hjarta leikmannsins þar sem það þótti heldur stórt. Fór hann því heim í öll þau próf sem þurfti til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Sú er raunin og hefur Wilson því atvinnumannaferilinn með Álftanesi. Hann er vægast sagt spenntur að hefja leik. „Mér er það mikill heiður og það er mikil blessun að fá tækifæri að leika með Álftanesi. Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað og byrja að leggja mig fram,“ segir Wilson um komuna til Íslands. „Við erum mjög spennt fyrir komu hans á Álftanesið. Þetta er leikmaður sem hefur hjálpað liðum sínum, bæði í Háskólaboltanum og í Junior College, að ná sögulegum árangri. Hann er virkilega fær leikmaður og passar vel inn í okkar leikstíl,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins um nýjustu viðbótina. Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13 Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Álftanes sigraði 1. deild karla í körfubolta í vor og mun leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ekkert er til sparað og hefur liðið sankað að sér frábærum leikmönnum að undanförnu. Nú hefur það fengið vægast sagt spennandi viðbót frá Bandaríkjunum. Douglas Wilson er 2.01 metri á hæð og kemur frá South Dakota State-háskólanum. Hann spilar stöðu miðherja eða kraftframherja og var að meðaltali með 17 stig í leik á sínum þremur leiktíðum fyrir South Dakota State. „Wilson hefur það á afrekaskrá sinni að hafa verið valinn besti leikmaður Summit-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem er öflug háskóladeild. Það gerði hann strax á sínu fyrsta ári í skólanum. Á þriðja ári sínu var hann svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í deildinni er hann leiddi South Dakota State til sigurs,“ segir í tilkynningu nýliðanna. Wilson samdi við lið í Frakklandi fyrir síðustu leiktíð en í læknisskoðun þar vildu læknar gera frekari rannsóknir á hjarta leikmannsins þar sem það þótti heldur stórt. Fór hann því heim í öll þau próf sem þurfti til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Sú er raunin og hefur Wilson því atvinnumannaferilinn með Álftanesi. Hann er vægast sagt spenntur að hefja leik. „Mér er það mikill heiður og það er mikil blessun að fá tækifæri að leika með Álftanesi. Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað og byrja að leggja mig fram,“ segir Wilson um komuna til Íslands. „Við erum mjög spennt fyrir komu hans á Álftanesið. Þetta er leikmaður sem hefur hjálpað liðum sínum, bæði í Háskólaboltanum og í Junior College, að ná sögulegum árangri. Hann er virkilega fær leikmaður og passar vel inn í okkar leikstíl,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins um nýjustu viðbótina.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13 Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13
Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34