Fótbolti

Ljóst hvað bíður KA og Víkings ef þau vinna

Sindri Sverrisson skrifar
Mögulegt er að bæði KA og Breiðablik spili í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Mögulegt er að bæði KA og Breiðablik spili í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Nú hefur verið dregið í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þar sem KA og Víkingur spila takist þeim að vinna mótherja sína í 1. umferð. Einnig er aðeins skýrara hvaða liði Breiðablik mætir, falli liðið úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Víkingar þurfa að vinna Riga frá Lettlandi í 1. umferð en takist það mæta þeir Kecskeméti frá Ungverjalandi í 2. umferð, sem spiluð er 27. júlí og 3. ágúst.

KA-menn mæta hins vegar Connah's Quay Nomads frá Wales í 1. umferð, og sigurliðið spilar svo við Dundalk frá Írlandi eða Magpies frá Gíbraltar.

Það er aðeins flóknara að segja frá því hvaða liðum Breiðablik gæti mætt. Vonandi vinnur liðið fjögurra liða forkeppni Meistaradeildarinnar í næstu viku, sem fram fer á Kópavogsvelli, og þá fara Blikar í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. 

Ef að þeir tapa í undanúrslitum á þriðjudaginn, gegn Tre Penne frá San Marínó, mæta Blikar tapliðinu úr einvígi Olimpija frá Slóveníu og Valmiera frá Lettlandi, sem mætast í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Ef að Blikar vinna Tre Penne en tapa úrslitaleik forkeppninnar, á föstudaginn eftir viku, mæta þeir Zalgiris Vilnius frá Litáen, með Árna Vilhjálmsson innanborðs, eða Struga frá Makedóníu.


Tengdar fréttir

KA til Wales en Víkingur til Lettlands

Lið Víkings og KA voru í skálinni í dag þegar dregið var í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×