Fótbolti

Hvergi bangnir þrátt fyrir að hafa spilað 130 leiki án sigurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn San Marínó niðurlútir eftir að fá á sig enn eitt markið.
Leikmenn San Marínó niðurlútir eftir að fá á sig enn eitt markið. Gianluca Ricci/Getty Images

San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

San Marínó er svo sannarlega lélegasta landslið heims. Nógu lélegt til að blaðamaður The Athletic gerði sér vikuferð til San Marínó í von um að komast að því hvað heldur landsliðinu gangandi.

San Marínó er lítið ríki staðsett innan Ítalíu, þar búa aðeins 33,700 manns og gæði fótboltamanna landsins eru lítil sem engin. Liðið beið afhroð gegn Finnlandi í gær en þar áður hafði það „aðeins“ tapað 3-0 fyrir Kasakstan og 2-0 fyrir Slóveníu og Norður-Írlandi.

Síðasti sigur þjóðarinnar kom gegn Liechtenstein árið 2004, síðan þá hafa verið spilaðir 130 leikir og enginn þeirra hefur unnist. Af þeim 196 leikjum sem San Marínó hefur spilað á vegum UEFA og FIFA hefur liðið beðið ósigur í 187 leikjum. Aðeins átta leikjum hefur lokið með jafntefli. Í leikjunum 196 hefur San Marínó skorað 28 mörk en andstæðingar þeirra 808 mörk.

San Marínó er í H-riðli undankeppni EM 2024 með Finnlandi, Kasakstan, Danmörku, Slóveníu og N-Írlandi. Erfitt er að sjá hvar liðið ætti að fá stig í riðlinum en hver veit, mögulega ná leikmenn San Marínó að þenja netmöskvana eins og einu sinni áður en undankeppninni lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×