Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina

Hjörvar Ólafsson skrifar
Spánverja fagna hér sigrinum í Þjóðadeildinni. 
Spánverja fagna hér sigrinum í Þjóðadeildinni.  Visir/Getty

Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 

Þar skoruðu leikmenn liðanna úr öllum spyrnum sínum í fyrstu þremur umferðum vítaspyrnukeppninnar. Unai Simon, markvörður Spánverja varði svo skot Lavro Majer í fjórðu umferðinni. 

Aymeric Laporte hefði svo getað tryggi Spáni sigurinn í lokaumferðinni en Laporte skaut boltanum í þverslána og því þurfti bráðabana.  

Simon varði svo frábærlega frá Bruno Petkovic í fyrstu umferð bráðabanans og Dani Carvajal tryggði sér svo sigurinn í Þjóðadeild Evrópu í fyrsta skipti í sögunni með snyrtilegri vítaspyrnu.   


Tengdar fréttir

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira