„Eitt lið á vellinum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. júní 2023 20:15 Arnar var sáttur með sigurinn og frammistöðuna. Vísir/Hulda Margrét Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna. „Í dag sýndum við okkar allra bestu hliðar. Mér fannst að vísu fyrsta korterið þá voru HK-menn ansi hættulegir og fengu tvö til þrjú fín færi sem hefðu getað breytt leiknum. Sem betur fer fyrir okkur skoruðu þeir ekki og eftir það fannst mér vera eitt lið á vellinum,“ sagði Arnar. Nú er komið landsleikjafrí og því engin möguleiki fyrir Val að hamra heitt járnið. Aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að fara inn í tveggja vikna frí eftir leik sem þennan svaraði Arnar því neitandi. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Ef þú myndir tala við alla þjálfarana núna, það er komin mikil þreyta í leikmenn og búið að vera mikið álag þannig að ég held að lið sem eru enn í bikar sem við sluppum við í síðasta leik en hefðum viljað vera í þá eru lið búin að spila einum leik en við sum hver. Við erum búnir að spila helling af leikjum á stuttum tíma þannig að þetta er kærkomið. Auðvitað tala menn um að það sé gott að fylgja eftir þegar þú ert að spila vel en það er kærkomið að fá smá frí. Núna getum við farið að æfa smá saman og svo byrjar þetta upp á nýtt,“ sagði Arnar. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum í dag eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar er ánægður með endurkomu Danans og segir fleiri leikmenn vera á leiðinni. „Það vita allir hvað Patrick er góður í fótbolta og ekki bara það að hann skorar mörk þá er hann frábær batti, þannig að fá hann í viðbót við það sem við erum með fyrir er náttúrulega alveg frábært. Við vorum búnir að tala um það að með tímanum þá myndum við styrkjast og það eru að koma menn.“ „Við gætum verið að fá einn gæja sem er að koma heim, hann Kristófer Jónsson. Við vitum ekki hvort það komi tilboð eða ekki. Maður vonar fyrir hans hönd að það komi tilboð en ef ekki þá erum við að fá alvöru leikmann í glugganum sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar en Kristófer hefur verið í láni frá Val hjá ítalska liðinu Venezia. Nú er hefðbundna deildarkeppnin hálfnuð og Valur með 26 stig í toppbaráttu. Arnar hefur skýr markmið fyrir framhaldið. „Það er alveg klárt, þú ert í Val og það er bara eitt markmið og það er að reyna að vinna báðar keppnir. Við erum dottnir út úr bikarnum og við erum tveimur stigum á eftir Víkingi núna og þeir með leik til góða. Eina sem við getum gert er að taka einn leik í einu. Það er klisja en það er bara þannig. Vonandi getum við átt svona frammistöðu í flestum leikjum og ef það er þá munum við taka ansi mörg stig og aðal atriðið er að vera með ansi mikið af stigum í lok móts og vonandi höldum við þessum formi og bætt við okkur. Þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Í dag sýndum við okkar allra bestu hliðar. Mér fannst að vísu fyrsta korterið þá voru HK-menn ansi hættulegir og fengu tvö til þrjú fín færi sem hefðu getað breytt leiknum. Sem betur fer fyrir okkur skoruðu þeir ekki og eftir það fannst mér vera eitt lið á vellinum,“ sagði Arnar. Nú er komið landsleikjafrí og því engin möguleiki fyrir Val að hamra heitt járnið. Aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að fara inn í tveggja vikna frí eftir leik sem þennan svaraði Arnar því neitandi. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Ef þú myndir tala við alla þjálfarana núna, það er komin mikil þreyta í leikmenn og búið að vera mikið álag þannig að ég held að lið sem eru enn í bikar sem við sluppum við í síðasta leik en hefðum viljað vera í þá eru lið búin að spila einum leik en við sum hver. Við erum búnir að spila helling af leikjum á stuttum tíma þannig að þetta er kærkomið. Auðvitað tala menn um að það sé gott að fylgja eftir þegar þú ert að spila vel en það er kærkomið að fá smá frí. Núna getum við farið að æfa smá saman og svo byrjar þetta upp á nýtt,“ sagði Arnar. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum í dag eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar er ánægður með endurkomu Danans og segir fleiri leikmenn vera á leiðinni. „Það vita allir hvað Patrick er góður í fótbolta og ekki bara það að hann skorar mörk þá er hann frábær batti, þannig að fá hann í viðbót við það sem við erum með fyrir er náttúrulega alveg frábært. Við vorum búnir að tala um það að með tímanum þá myndum við styrkjast og það eru að koma menn.“ „Við gætum verið að fá einn gæja sem er að koma heim, hann Kristófer Jónsson. Við vitum ekki hvort það komi tilboð eða ekki. Maður vonar fyrir hans hönd að það komi tilboð en ef ekki þá erum við að fá alvöru leikmann í glugganum sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar en Kristófer hefur verið í láni frá Val hjá ítalska liðinu Venezia. Nú er hefðbundna deildarkeppnin hálfnuð og Valur með 26 stig í toppbaráttu. Arnar hefur skýr markmið fyrir framhaldið. „Það er alveg klárt, þú ert í Val og það er bara eitt markmið og það er að reyna að vinna báðar keppnir. Við erum dottnir út úr bikarnum og við erum tveimur stigum á eftir Víkingi núna og þeir með leik til góða. Eina sem við getum gert er að taka einn leik í einu. Það er klisja en það er bara þannig. Vonandi getum við átt svona frammistöðu í flestum leikjum og ef það er þá munum við taka ansi mörg stig og aðal atriðið er að vera með ansi mikið af stigum í lok móts og vonandi höldum við þessum formi og bætt við okkur. Þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti