Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2023 21:04 Sölvi Snær Jökulsson, sem er umsjónarmaður Storms á heimili sínu í Tjarnabyggðinni í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Unginn var í laup grenitré á Selfossi ásamt systkinum sínum þegar mikið hvassviðri gekk yfir í lok maí, sem varð til þess að hann fauk niður úr trénu og ungarnir, sem voru í honum drápust allir nema einn, sem hefur fengið nafnið Stormur og dvelur hann nú í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu í Tjarnarbyggð í Árborg. „Við vorum bara í göngutúr og við ætluðum bara að kíkja á laupinn, sem við vorum búin að sjá í nokkra daga en svo fundum við laupinn allan í rúst á miðri götu og hann var einn eftir þar. Stormur var mjög veikur eftir það og vissi ekkert hvar mamma hans og pabbi voru eða neitt,“ segir Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára bjargvættur Storms. En hvað varð um alla hina ungana? „Þeir duttu úr laupnum þegar hann datt fyrst og þeir dóu. Svo voru einhverjir, sem settu þá undir tré en þá kom köttur og át þá. Stormur er algjör lukkuungi að hafa lifað þetta af“, segir Jón Heiðar stoltur. Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára Selfyssingur og bjargvættur Storms.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stormur fær ýmislegt gott að borða hjá nýju fjölskyldu sinni, meðal annars egg en uppáhaldið hans er kattamatur. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, jú, sérstaklega fyrir krakkana en við erum með hann í Laup á sama svæði og hænurnar okkar. Vonandi náum við að sleppa honum einhvern tímann um mitt sumar. Við þurfum fyrst að þjálfa hann í að finna sér eitthvað að éta og fljúga og svona,“ segir Sölvi Snær. Stormur er í laup á nýja heimilinu sínu í Árborg og unir sér þar vel innan um hænurnar, sem búa á sama svæði og hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Unginn var í laup grenitré á Selfossi ásamt systkinum sínum þegar mikið hvassviðri gekk yfir í lok maí, sem varð til þess að hann fauk niður úr trénu og ungarnir, sem voru í honum drápust allir nema einn, sem hefur fengið nafnið Stormur og dvelur hann nú í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu í Tjarnarbyggð í Árborg. „Við vorum bara í göngutúr og við ætluðum bara að kíkja á laupinn, sem við vorum búin að sjá í nokkra daga en svo fundum við laupinn allan í rúst á miðri götu og hann var einn eftir þar. Stormur var mjög veikur eftir það og vissi ekkert hvar mamma hans og pabbi voru eða neitt,“ segir Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára bjargvættur Storms. En hvað varð um alla hina ungana? „Þeir duttu úr laupnum þegar hann datt fyrst og þeir dóu. Svo voru einhverjir, sem settu þá undir tré en þá kom köttur og át þá. Stormur er algjör lukkuungi að hafa lifað þetta af“, segir Jón Heiðar stoltur. Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára Selfyssingur og bjargvættur Storms.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stormur fær ýmislegt gott að borða hjá nýju fjölskyldu sinni, meðal annars egg en uppáhaldið hans er kattamatur. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, jú, sérstaklega fyrir krakkana en við erum með hann í Laup á sama svæði og hænurnar okkar. Vonandi náum við að sleppa honum einhvern tímann um mitt sumar. Við þurfum fyrst að þjálfa hann í að finna sér eitthvað að éta og fljúga og svona,“ segir Sölvi Snær. Stormur er í laup á nýja heimilinu sínu í Árborg og unir sér þar vel innan um hænurnar, sem búa á sama svæði og hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira