Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2023 21:04 Sölvi Snær Jökulsson, sem er umsjónarmaður Storms á heimili sínu í Tjarnabyggðinni í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Unginn var í laup grenitré á Selfossi ásamt systkinum sínum þegar mikið hvassviðri gekk yfir í lok maí, sem varð til þess að hann fauk niður úr trénu og ungarnir, sem voru í honum drápust allir nema einn, sem hefur fengið nafnið Stormur og dvelur hann nú í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu í Tjarnarbyggð í Árborg. „Við vorum bara í göngutúr og við ætluðum bara að kíkja á laupinn, sem við vorum búin að sjá í nokkra daga en svo fundum við laupinn allan í rúst á miðri götu og hann var einn eftir þar. Stormur var mjög veikur eftir það og vissi ekkert hvar mamma hans og pabbi voru eða neitt,“ segir Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára bjargvættur Storms. En hvað varð um alla hina ungana? „Þeir duttu úr laupnum þegar hann datt fyrst og þeir dóu. Svo voru einhverjir, sem settu þá undir tré en þá kom köttur og át þá. Stormur er algjör lukkuungi að hafa lifað þetta af“, segir Jón Heiðar stoltur. Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára Selfyssingur og bjargvættur Storms.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stormur fær ýmislegt gott að borða hjá nýju fjölskyldu sinni, meðal annars egg en uppáhaldið hans er kattamatur. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, jú, sérstaklega fyrir krakkana en við erum með hann í Laup á sama svæði og hænurnar okkar. Vonandi náum við að sleppa honum einhvern tímann um mitt sumar. Við þurfum fyrst að þjálfa hann í að finna sér eitthvað að éta og fljúga og svona,“ segir Sölvi Snær. Stormur er í laup á nýja heimilinu sínu í Árborg og unir sér þar vel innan um hænurnar, sem búa á sama svæði og hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Unginn var í laup grenitré á Selfossi ásamt systkinum sínum þegar mikið hvassviðri gekk yfir í lok maí, sem varð til þess að hann fauk niður úr trénu og ungarnir, sem voru í honum drápust allir nema einn, sem hefur fengið nafnið Stormur og dvelur hann nú í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu í Tjarnarbyggð í Árborg. „Við vorum bara í göngutúr og við ætluðum bara að kíkja á laupinn, sem við vorum búin að sjá í nokkra daga en svo fundum við laupinn allan í rúst á miðri götu og hann var einn eftir þar. Stormur var mjög veikur eftir það og vissi ekkert hvar mamma hans og pabbi voru eða neitt,“ segir Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára bjargvættur Storms. En hvað varð um alla hina ungana? „Þeir duttu úr laupnum þegar hann datt fyrst og þeir dóu. Svo voru einhverjir, sem settu þá undir tré en þá kom köttur og át þá. Stormur er algjör lukkuungi að hafa lifað þetta af“, segir Jón Heiðar stoltur. Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára Selfyssingur og bjargvættur Storms.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stormur fær ýmislegt gott að borða hjá nýju fjölskyldu sinni, meðal annars egg en uppáhaldið hans er kattamatur. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, jú, sérstaklega fyrir krakkana en við erum með hann í Laup á sama svæði og hænurnar okkar. Vonandi náum við að sleppa honum einhvern tímann um mitt sumar. Við þurfum fyrst að þjálfa hann í að finna sér eitthvað að éta og fljúga og svona,“ segir Sölvi Snær. Stormur er í laup á nýja heimilinu sínu í Árborg og unir sér þar vel innan um hænurnar, sem búa á sama svæði og hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira