Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2023 21:04 Sölvi Snær Jökulsson, sem er umsjónarmaður Storms á heimili sínu í Tjarnabyggðinni í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Unginn var í laup grenitré á Selfossi ásamt systkinum sínum þegar mikið hvassviðri gekk yfir í lok maí, sem varð til þess að hann fauk niður úr trénu og ungarnir, sem voru í honum drápust allir nema einn, sem hefur fengið nafnið Stormur og dvelur hann nú í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu í Tjarnarbyggð í Árborg. „Við vorum bara í göngutúr og við ætluðum bara að kíkja á laupinn, sem við vorum búin að sjá í nokkra daga en svo fundum við laupinn allan í rúst á miðri götu og hann var einn eftir þar. Stormur var mjög veikur eftir það og vissi ekkert hvar mamma hans og pabbi voru eða neitt,“ segir Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára bjargvættur Storms. En hvað varð um alla hina ungana? „Þeir duttu úr laupnum þegar hann datt fyrst og þeir dóu. Svo voru einhverjir, sem settu þá undir tré en þá kom köttur og át þá. Stormur er algjör lukkuungi að hafa lifað þetta af“, segir Jón Heiðar stoltur. Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára Selfyssingur og bjargvættur Storms.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stormur fær ýmislegt gott að borða hjá nýju fjölskyldu sinni, meðal annars egg en uppáhaldið hans er kattamatur. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, jú, sérstaklega fyrir krakkana en við erum með hann í Laup á sama svæði og hænurnar okkar. Vonandi náum við að sleppa honum einhvern tímann um mitt sumar. Við þurfum fyrst að þjálfa hann í að finna sér eitthvað að éta og fljúga og svona,“ segir Sölvi Snær. Stormur er í laup á nýja heimilinu sínu í Árborg og unir sér þar vel innan um hænurnar, sem búa á sama svæði og hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Unginn var í laup grenitré á Selfossi ásamt systkinum sínum þegar mikið hvassviðri gekk yfir í lok maí, sem varð til þess að hann fauk niður úr trénu og ungarnir, sem voru í honum drápust allir nema einn, sem hefur fengið nafnið Stormur og dvelur hann nú í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu í Tjarnarbyggð í Árborg. „Við vorum bara í göngutúr og við ætluðum bara að kíkja á laupinn, sem við vorum búin að sjá í nokkra daga en svo fundum við laupinn allan í rúst á miðri götu og hann var einn eftir þar. Stormur var mjög veikur eftir það og vissi ekkert hvar mamma hans og pabbi voru eða neitt,“ segir Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára bjargvættur Storms. En hvað varð um alla hina ungana? „Þeir duttu úr laupnum þegar hann datt fyrst og þeir dóu. Svo voru einhverjir, sem settu þá undir tré en þá kom köttur og át þá. Stormur er algjör lukkuungi að hafa lifað þetta af“, segir Jón Heiðar stoltur. Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára Selfyssingur og bjargvættur Storms.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stormur fær ýmislegt gott að borða hjá nýju fjölskyldu sinni, meðal annars egg en uppáhaldið hans er kattamatur. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, jú, sérstaklega fyrir krakkana en við erum með hann í Laup á sama svæði og hænurnar okkar. Vonandi náum við að sleppa honum einhvern tímann um mitt sumar. Við þurfum fyrst að þjálfa hann í að finna sér eitthvað að éta og fljúga og svona,“ segir Sölvi Snær. Stormur er í laup á nýja heimilinu sínu í Árborg og unir sér þar vel innan um hænurnar, sem búa á sama svæði og hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira