Fótbolti

Uppselt á leik Íslands og Portúgal

Aron Guðmundsson skrifar
Frá Laugardalsvelli
Frá Laugardalsvelli Vísir/Getty

Uppselt er á leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli þann 20. júní næstkomandi. Þetta kemur fram á miðasölusíðu Tix.

Miðasala á leikinn hófst klukkan 12:00 í hádeginu og tók því innan við eina klukkustund að seljast upp á leikinn. 

Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo er á meðal þeirra leikmanna Portúgal sem mæta á Laugardalsvöll. 

Leikurinn verður annar leikur íslenska liðsins undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide.

Þremur dögum fyrir leik Íslands gegn Portúgal, nánar tiltekið á þjóðhátíðardaginn sjálfan 17. júní, tekur liðið á móti Slóvakíu. Enn eru um þrjú þúsund miðar eftir á þann leik.

Um afar þýðingarmikla leiki er að ræða fyrir íslenska landsliðið sem situr í fjórða sæti síns riðils í undankeppninni að loknum fyrstu tveimur umferðunum. Liðið hefur tapað einum leik og unnið einn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×