„Lögðum upp með að halda hreinu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2023 22:30 Sigurður Ragnar var sáttur með stigið gegn Blikum. Vísir/Diego Keflavík gerði markalaust jafntefli við Breiðablik í Bestu-deild karla í knattspyrnu fyrr í kvöld. Liðið hefur nú haldið marki sínu hreinu tvo leiki í röð og tekist að klífa upp úr botnsæti deildarinnar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og lögðum upp með að halda hreinu, væri bónus ef við fengjum meira en það. Við fengum okkar sénsa og þeir sína en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða fannst mér hjá Keflavíkurliðinu.“ Keflavík spilaði þéttan varnarleik og höfðu það að markmiði, eins og Sigurður segir, að halda marki sínu hreinu, allt annað væri bónus. Þeir fengu þó tækifæri til þess að skora mark undir lok leiksins. „Ég veit ekki hvort það hefði verið endilega sanngjarnt, Blikarnir voru mikið meira með boltann og þeir sköpuðu sér líka allavega eitt dauðafæri en jú, Jói [Jóhann Þór Arnarsson] hefði getað sett hann. En leikplanið okkar gekk vel upp; góður varnarleikur, góðar skyndisóknir, fengum okkar sénsa en við þurfum að taka þá“ Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið á þessu tímabili og enn vantar lykilmenn í margar stöður. Það er þjálfaranum ánægjuefni að mennirnir sem koma inn í þeirra stað séu að standa sig. „Það vantar marga hjá okkur en þeir sem spiluðu í dag þeir stóðu sig virkilega vel.“ Keflavík eiga næst leik gegn Fram. Það er nokkuð ljóst að varnarleikinn þarf ekki að skerpa en sóknarlína liðsins hefur ekki skilað af sér nógu mörgum mörkum. „Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og skapa okkur fleiri færi. Við endurheimtum vonandi eitthvað af þessum mönnum sem eru meiddir núna fyrir þann leik... Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, halda stöðugleika og safna stigum, það telur, þetta eru sterk lið sem við spilum við í síðustu tveimur leikjum og gott að halda hreinu á móti þeim báðum.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og lögðum upp með að halda hreinu, væri bónus ef við fengjum meira en það. Við fengum okkar sénsa og þeir sína en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða fannst mér hjá Keflavíkurliðinu.“ Keflavík spilaði þéttan varnarleik og höfðu það að markmiði, eins og Sigurður segir, að halda marki sínu hreinu, allt annað væri bónus. Þeir fengu þó tækifæri til þess að skora mark undir lok leiksins. „Ég veit ekki hvort það hefði verið endilega sanngjarnt, Blikarnir voru mikið meira með boltann og þeir sköpuðu sér líka allavega eitt dauðafæri en jú, Jói [Jóhann Þór Arnarsson] hefði getað sett hann. En leikplanið okkar gekk vel upp; góður varnarleikur, góðar skyndisóknir, fengum okkar sénsa en við þurfum að taka þá“ Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið á þessu tímabili og enn vantar lykilmenn í margar stöður. Það er þjálfaranum ánægjuefni að mennirnir sem koma inn í þeirra stað séu að standa sig. „Það vantar marga hjá okkur en þeir sem spiluðu í dag þeir stóðu sig virkilega vel.“ Keflavík eiga næst leik gegn Fram. Það er nokkuð ljóst að varnarleikinn þarf ekki að skerpa en sóknarlína liðsins hefur ekki skilað af sér nógu mörgum mörkum. „Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og skapa okkur fleiri færi. Við endurheimtum vonandi eitthvað af þessum mönnum sem eru meiddir núna fyrir þann leik... Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, halda stöðugleika og safna stigum, það telur, þetta eru sterk lið sem við spilum við í síðustu tveimur leikjum og gott að halda hreinu á móti þeim báðum.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira