Sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á Skjaldborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2023 15:00 Það er alltaf mikil stemming og góður andi á Skjaldborg á Patreksfirði en hátíðin hefur verið haldin frá 2007. Aðsend Undirbúningur stendur nú á fullum krafti á Patreksfirði vegna Skjaldborgar, sem er hátíð íslenskra heimildamynd og verður haldin um næstu helgi, hvítasunnuhelgina. Sautján íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni. Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali. Karna Sigurðardóttir er stjórnandi hátíðarinnar, sem fer fram um 26. til 29. maí, sem er hvítasunnuhelgin. „Það verður heimildamyndaveisla heldur betur, samverustundir í Skjaldborgabíói með mikilli dagskrá og gleðskap og partí, ásamt miklu fjöri og gaman. Þetta er svona nýjungagjörn íhaldssemi, sem hefur fylgd þessari hátíð. Það er alltaf einhver þróun í gangi og svo er líka viss rammi, sem hefur fylgd henni alveg frá upphafi,” segir Karna. Karna Sigurðardóttir er einn stjórnandi Skjaldborgar um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði.Aðsend Alls verða sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á hátíðinni, sumar mjög stuttar á meðan aðrar eru í fullri lengd. Einnig verða sýndar tvær myndir eftir heiðursgesti og þrjár alveg nýjar myndir eftir börn verða sýndar og ein gömul mynd frá Kvikmyndasafni Íslands, sem heitir bóndi og er eftir Þorstein Jónsson en Þorsteinn var einmitt fyrsti heiðursgestur Skjaldborgar 2007. Það stefnir greinilega í glæsilega hátíð hjá ykkur? „Já, já, það gerir það og alveg ótrúlega gaman að sjá bæði fjölbreytt efnistök og hvernig myndirnar munu fara vítt og breidd um landið og út fyrir landsteinana.” Áttu ekki bara von á því að fólk streymi á Patreksfjörð þessa helgi? „Jú algjörlega. Við erum alltaf að reyna að koma fólki fyrir, það er orðið svolítið erfitt að finna gistingu á Patreksfirði þegar fólk hrúgast þangað eina helgi en fólk verður bara að hafa til húsbílana og fellihýsin og drífa sig á Patreksfjörð,” segir Karna. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar um hvítasunnuhelgina Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali. Karna Sigurðardóttir er stjórnandi hátíðarinnar, sem fer fram um 26. til 29. maí, sem er hvítasunnuhelgin. „Það verður heimildamyndaveisla heldur betur, samverustundir í Skjaldborgabíói með mikilli dagskrá og gleðskap og partí, ásamt miklu fjöri og gaman. Þetta er svona nýjungagjörn íhaldssemi, sem hefur fylgd þessari hátíð. Það er alltaf einhver þróun í gangi og svo er líka viss rammi, sem hefur fylgd henni alveg frá upphafi,” segir Karna. Karna Sigurðardóttir er einn stjórnandi Skjaldborgar um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði.Aðsend Alls verða sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á hátíðinni, sumar mjög stuttar á meðan aðrar eru í fullri lengd. Einnig verða sýndar tvær myndir eftir heiðursgesti og þrjár alveg nýjar myndir eftir börn verða sýndar og ein gömul mynd frá Kvikmyndasafni Íslands, sem heitir bóndi og er eftir Þorstein Jónsson en Þorsteinn var einmitt fyrsti heiðursgestur Skjaldborgar 2007. Það stefnir greinilega í glæsilega hátíð hjá ykkur? „Já, já, það gerir það og alveg ótrúlega gaman að sjá bæði fjölbreytt efnistök og hvernig myndirnar munu fara vítt og breidd um landið og út fyrir landsteinana.” Áttu ekki bara von á því að fólk streymi á Patreksfjörð þessa helgi? „Jú algjörlega. Við erum alltaf að reyna að koma fólki fyrir, það er orðið svolítið erfitt að finna gistingu á Patreksfirði þegar fólk hrúgast þangað eina helgi en fólk verður bara að hafa til húsbílana og fellihýsin og drífa sig á Patreksfjörð,” segir Karna. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar um hvítasunnuhelgina
Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira