Innlent

Um­ferðar­slys, leik­skóla­mál og baráttu­ganga

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Í hádegisfréttum verður fjallað um alvarlegt umferðarslys á Hrunavegi við Flúðir í morgun. Útkall barst vegna slyssins rétt eftir klukkan níu í morgun en rannsókn stendur enn yfir á vettvangi.

Minnst tuttugu eru látnir og tugir særðir eftir loftárásir Rússa í Úkraínu í nótt. Nokkur börn eru meðal hinna særðu. Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað frekari þvingunaraðgerðum gegn Rússum í framhaldi af árásum síðustu sólarhringa. Á sama tíma hafa Bandaríkin stöðvað alla hernaðaraðstoð við Úkraínu, að minnsta kosti í bili.

Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið er hafin. Skrifstofustjóri hjá borginni segir miður að foreldrar þurfi stundum að þiggja pláss utan síns hverfis. Leikskólakerfið ráði ekki við ýmsar breytingar í samfélaginu.

Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafli eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn.

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna ganga konur og kvár fylktu liði frá Arnarhóli í Iðnó þar sem baráttufundur fer fram á eftir. Skipuleggjandi segir daginn sérstaklega mikilvægan í ár vegna umræðunnar í alþjóðasamfélaginu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×