Erlent

Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngu­grind var skotin með raf­byssu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Clare Nowland er sögð berjast fyrir lífi sínu.
Clare Nowland er sögð berjast fyrir lífi sínu.

Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu.

Lögregluþjónar voru kallaðir að hjúkrunarheimilinu þar sem Clare Nowland býr og sagt að hún væri óróleg og með hníf í hendi en Clare þjáist af heilabilun. 

Þegar Clare nálgaðist lögreglumennina, með afar hægum skrefum, að sögn vitna, og með hjálp göngugrindar, skutu þeir hana með rafbyssu og ekki einusinni heldur tvisvar. Við það féll gamla konan í gólfið og höfuðkúpubrotnaði og blæðingu inn á heila. 

Henni er haldið sofandi á sjúkrahúsi en ólíklegt er talið að hún lifi af. 

Lögreglumaðurinn sem beitti rafbyssunni gegn gömlu konunni er enn að störfum en lögreglustjórinn í Nýja Suður Wales segir að málið verði rannsakað ofan í kjölinn. 

Kallað hefur verið eftir óháðri rannsókn.

Umfjöllun Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×