Erlent

Tugur lýð­ræðis­sinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Aðgerðasinnar segja dómsmálin pólitískar ofsóknir.
Aðgerðasinnar segja dómsmálin pólitískar ofsóknir. AP/Kin Cheung

Tugur einstaklinga hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi fyrir að taka þátt í forkjöri sem efnt var til í aðdraganda þingkosninga í Hong Kong árið 2000.

Dæmdu tilheyra hópi sem hefur verið kallaður „Hong Kong“ 47 en um er að ræða einstaklinga sem eru þekktir fyrir baráttu sinni fyrir lýðræði í Hong Kong; aðgerðasinna, þingmenn, lögmenn og fleiri.

Talsmaður sendiskrifstofu Bandaríkjanna í Hong Kong segir stjórnvöld vestanhafs fordæma fangelsisdómana, þar sem viðkomandi hafi ekki gert annað en að taka þátt í hefðbundnu stjórnmálalegu ferli.

Lengsta dóminn, tíu ár, hlaut Benny Tai, lögspekingur og aðgerðasinni sem játaði fyrir dómi. Hann var dæmdur fyrir að hafa skipulagt forkjörið. Einstaklingarnir voru allir dæmdir á grundvelli þjóðaröryggislaga og Tai sakaður um að hafa lagt á ráðin um að koma lýðræðissinnum til valda.

Markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum á sjálfstjórnarsvæðinu.

Þrátt fyrir að Tai hafi fengið lengsta dóminn fengu þeir þyngstu dómana sem játuðu ekki.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×