Innlent

Hafnar því að honum hafi verið vísað út

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.  Vísir/Vilhelm

„Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“

Þetta ritar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í færslu á Facebook. 

Blaðamaður ræddi við Sigríði Huld Jónsdóttur skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri í kvöld en hún sagði frá því að Sigmundur hafi mætt í húsakynni skólans í dag án þess að fá fyrir því leyfi. Hann hafi sakað nemendur á kosningaviðburði um að láta dónalega og ómálefnalega og kórónað heimsóknina með því að krota á varning annarra flokka. 

Aðstoðarskólameistari VMA hafi vísað honum og fleirum úr flokknum út vegna þessa.

Fréttastofu bárust jafnframt myndir af skemmdarverkunum auk myndar af honum vopnuðum penna að hripa eitthvað niður á blað í húsnæði Verkmenntaskólans. 

Gengst við að hafa „skreytt“ varning

Í færslu sinni hafnar Sigmundur því að nokkur starfsmaður skólans hafi beðið hann um að fara út. Hann vísar til Sigríðar Huldar sem „Samfylkingaraktívistans“ sem hafi látið hafa ýmislegt eftir sér en Sigríður sat eitt sinn í bæjarráði Akureyrar fyrir Samfylkinguna. 

Sigmundur segist þá hafa verið beðinn um að skreyta kosningavarning sem nemendur hefðu komið með til hans. Þá segist hann hafa fengið góðar viðtökur í VMA. Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan. 

Skjáskot

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×