Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 09:31 Kona virðir fyrir sér listaverkið „Comedian“ sal Sotheby's í New York á dögunum. AP/Eduardo Munoz Alvarez Huglægt listaverk seldist á uppboði fyrir 6,2 milljónir dala (um 850 milljónir króna) í New York í gær. Um er að ræða banana sem festur hefur verið á hvítan vegg með límbandi og var listaverkið keypt af auðugum rafmyntabraskara. Listaverkið kallast „Comedian“ eða „Grínisti“ og er eftir Maruizio Cattelan, ítalskan listamann. Það var fyrst opinberað á sýningu í Flórída árið 2019 og vakti þá gífurlega athygli. Á einum tímapunkti tók annar listamaður sig til og át bananann. Þrjár útgáfur af listaverkinu seldust þá á milli 120 og 150 þúsund dala, samkvæmt AP fréttaveitunni, en fjarlægja þurfti listaverkið af umræddri sýningu vegna þeirrar gífurlegu athygli sem það vakti. Nú hefur Justin Sun, stofnandi TRON rafmyntakauphallarinnar, keypt listaverkið á uppboði hjá Sotheby‘s. Í rauninni keypti hann vottorð sem gerir honum kleift að líma banana á vegg og kallað það „Grínista“, þar sem ekki er um eitt sérstakt listaverk að ræða heldur huglægt listaverk. AP segir uppboðið hafa farið af stað í átta hundruð þúsund dölum og upphæðin hafi hækkað gífurlega hratt. „Þetta eru orð sem ég hélt ég myndi aldrei segja: Fimm milljónir dala fyrir banana,“ sagði Oliver Barker, uppboðsstjórnandinn á einum tímapunkti. Uppboðið endaði í 5,2 milljónum en við það bættist svo ein milljón dala sem fer til uppboðsfyrirtækisins. Sun sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann sagði „Grínistann“ ekki eingöngu listaverk, heldur menningarfyrirbæri sem brúi heima listarinnar, jarma (e. meme) og rafmynta. Þá sagðist hann ætla að éta bananann á næstu dögum. I’m thrilled to announce that I’ve bought the banana🍌 !!! @SpaceX @Sothebys I am Justin Sun, and I’m excited to share that I have successfully acquired Maurizio Cattelan’s iconic work, Comedian for $6.2 million. This is not just an artwork; it represents a cultural phenomenon… pic.twitter.com/lAj1RE6y0C— H.E. Justin Sun 🍌 (@justinsuntron) November 21, 2024 Bandaríkin Menning Rafmyntir Myndlist Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Listaverkið kallast „Comedian“ eða „Grínisti“ og er eftir Maruizio Cattelan, ítalskan listamann. Það var fyrst opinberað á sýningu í Flórída árið 2019 og vakti þá gífurlega athygli. Á einum tímapunkti tók annar listamaður sig til og át bananann. Þrjár útgáfur af listaverkinu seldust þá á milli 120 og 150 þúsund dala, samkvæmt AP fréttaveitunni, en fjarlægja þurfti listaverkið af umræddri sýningu vegna þeirrar gífurlegu athygli sem það vakti. Nú hefur Justin Sun, stofnandi TRON rafmyntakauphallarinnar, keypt listaverkið á uppboði hjá Sotheby‘s. Í rauninni keypti hann vottorð sem gerir honum kleift að líma banana á vegg og kallað það „Grínista“, þar sem ekki er um eitt sérstakt listaverk að ræða heldur huglægt listaverk. AP segir uppboðið hafa farið af stað í átta hundruð þúsund dölum og upphæðin hafi hækkað gífurlega hratt. „Þetta eru orð sem ég hélt ég myndi aldrei segja: Fimm milljónir dala fyrir banana,“ sagði Oliver Barker, uppboðsstjórnandinn á einum tímapunkti. Uppboðið endaði í 5,2 milljónum en við það bættist svo ein milljón dala sem fer til uppboðsfyrirtækisins. Sun sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann sagði „Grínistann“ ekki eingöngu listaverk, heldur menningarfyrirbæri sem brúi heima listarinnar, jarma (e. meme) og rafmynta. Þá sagðist hann ætla að éta bananann á næstu dögum. I’m thrilled to announce that I’ve bought the banana🍌 !!! @SpaceX @Sothebys I am Justin Sun, and I’m excited to share that I have successfully acquired Maurizio Cattelan’s iconic work, Comedian for $6.2 million. This is not just an artwork; it represents a cultural phenomenon… pic.twitter.com/lAj1RE6y0C— H.E. Justin Sun 🍌 (@justinsuntron) November 21, 2024
Bandaríkin Menning Rafmyntir Myndlist Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira