Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 12:13 Benjamín Netanjahú á þingi í Ísrael á mánudaginn. AP/Ohad Zwigenberg Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. Allir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Allir dómararnir þrír voru sammála um handtökuskipanirnar. Með þessu eru Netanjahú og hinir eftirlýstir víðsvegar um heiminn og mun þetta að líkindum einangra Ísraela enn frekar á alþjóðasviðinu. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til þessara ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin, helstu bakhjarlar Ísrael, hafa ekki heldur skrifað undir sáttmálann. Þá hafa margir af leiðtogum Hamas verið felldir í árásum Ísraela á undanförnu ári. Farið var fram á handtökuskipanirnar fyrr á þessu ári og fordæmdi Netanjahú þá kröfu á sínum tíma. Það gerði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna einnig, auk leiðtoga Hamas-samtakanna. Í ákvörðun þriggja dómara ICC segir að talinn sé grunnur fyrir því að bæði Netanjahú og Gallant, hafi vísvitandi brotið á rétti íbúa Gasastrandarinnar frá því árásir Ísraela þar hófust í kjölfar árása Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Það eiga þeir að hafa gert með því að takmarka mannúðaraðstoð á Gasaströndinni og vegna ítrekaðra árása á óbreytta borgara á svæðinu. Markvissar árásir hafi verið gerðar á óbreytta borgara og eru þeir sakaðir um morð og að beita hungri sem vopni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir að minnsta kosti 44 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Tveir af þremur verið felldir Dómarar ICC hafa einnig gefið út handtökuskipun á hendur Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, sem gengur einnig undir nafninu „Deif“ og er hann sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Ísrael og Palestínu. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu. Handtökuskipanir voru einnig samþykktar á hendur Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar, fyrrverandi leiðtogum Hamas-samtakanna, en þeir hafa báðir verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja að Deif sé einnig dáinn en það hefur ekki verið staðfest. Deif er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Allir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Allir dómararnir þrír voru sammála um handtökuskipanirnar. Með þessu eru Netanjahú og hinir eftirlýstir víðsvegar um heiminn og mun þetta að líkindum einangra Ísraela enn frekar á alþjóðasviðinu. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til þessara ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin, helstu bakhjarlar Ísrael, hafa ekki heldur skrifað undir sáttmálann. Þá hafa margir af leiðtogum Hamas verið felldir í árásum Ísraela á undanförnu ári. Farið var fram á handtökuskipanirnar fyrr á þessu ári og fordæmdi Netanjahú þá kröfu á sínum tíma. Það gerði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna einnig, auk leiðtoga Hamas-samtakanna. Í ákvörðun þriggja dómara ICC segir að talinn sé grunnur fyrir því að bæði Netanjahú og Gallant, hafi vísvitandi brotið á rétti íbúa Gasastrandarinnar frá því árásir Ísraela þar hófust í kjölfar árása Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Það eiga þeir að hafa gert með því að takmarka mannúðaraðstoð á Gasaströndinni og vegna ítrekaðra árása á óbreytta borgara á svæðinu. Markvissar árásir hafi verið gerðar á óbreytta borgara og eru þeir sakaðir um morð og að beita hungri sem vopni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir að minnsta kosti 44 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Tveir af þremur verið felldir Dómarar ICC hafa einnig gefið út handtökuskipun á hendur Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, sem gengur einnig undir nafninu „Deif“ og er hann sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Ísrael og Palestínu. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu. Handtökuskipanir voru einnig samþykktar á hendur Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar, fyrrverandi leiðtogum Hamas-samtakanna, en þeir hafa báðir verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja að Deif sé einnig dáinn en það hefur ekki verið staðfest. Deif er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33