Árekstur og húsbíll sem þveraði veginn Máni Snær Þorláksson skrifar 14. maí 2023 23:17 Ökumenn lentu í vandræðum á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Landsbjörg Að minnsta kosti einn árekstur varð á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Þá hafa þó nokkrir bílar verið skildir eftir á heiðinni og fólk flutt niður af heiðinni til Seyðisfjarðar. „Þarna bara varð skyndileg vetrarfærð og töluverð ófærð,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Flestir bílanna á heiðinni hafi verið komnir á sumardekk, ökumenn ráði illa við færðina sem er nú þar. Björgunarsveitarfólk er nú á vettvangi að hjálpa til. „Það er bara verið að leysa úr þessu,“ segir Jón Þór en verið er að flytja fólk úr bílunum niður til Seyðisfjarðar. „Það voru þó nokkuð margir bílar skildir eftir, það er verkefni morgundagsins að koma þeim niður.“ Húsbíll þveraði veginn Vegagerðin er nú búin að loka Fjarðarheiði fyrir allri umferð. Nokkur fjöldi bíla er þó enn á leiðinni og koma í veg fyrir að moksturstæki Vegagerðarinnar komist leiðar sinnar til að opna veginn á ný. Húsbíll sem þveraði veginn var á meðal þeirra sem stóðu í vegi fyrir mokstursbílnum. Nú hefur þó húsbíll fokið út af veginum, líklegast sá sami og þveraði hann. Gul viðvörun í kvöld og á morgun Veðurspáin var slæm fyrir svæðið en gul viðvörun er ennþá í gildi fyrir svæðið. „Það var von á þessu en þetta varð óvenju slæmt þarna,“ segir Jón Þór. Veðurstofan varaði fólk við að leggja í langferðir á vanbúnum bílum sökum þess að líkur voru á vetrarfærð. Gul viðvörun tekur aftur gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan tíu á morgun. Þá er búist við norðan og norðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu, snjókomu eða skafrenningi og litlu skyggni með köflum. Uppfært 8:00: Búið er að opna Fjarðarheiði að nýju. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Fjarðarheiði: Búið er að opna veginn að nýju en þar er hálka. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 15, 2023 Björgunarsveitir Múlaþing Umferð Samgönguslys Mest lesið Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
„Þarna bara varð skyndileg vetrarfærð og töluverð ófærð,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Flestir bílanna á heiðinni hafi verið komnir á sumardekk, ökumenn ráði illa við færðina sem er nú þar. Björgunarsveitarfólk er nú á vettvangi að hjálpa til. „Það er bara verið að leysa úr þessu,“ segir Jón Þór en verið er að flytja fólk úr bílunum niður til Seyðisfjarðar. „Það voru þó nokkuð margir bílar skildir eftir, það er verkefni morgundagsins að koma þeim niður.“ Húsbíll þveraði veginn Vegagerðin er nú búin að loka Fjarðarheiði fyrir allri umferð. Nokkur fjöldi bíla er þó enn á leiðinni og koma í veg fyrir að moksturstæki Vegagerðarinnar komist leiðar sinnar til að opna veginn á ný. Húsbíll sem þveraði veginn var á meðal þeirra sem stóðu í vegi fyrir mokstursbílnum. Nú hefur þó húsbíll fokið út af veginum, líklegast sá sami og þveraði hann. Gul viðvörun í kvöld og á morgun Veðurspáin var slæm fyrir svæðið en gul viðvörun er ennþá í gildi fyrir svæðið. „Það var von á þessu en þetta varð óvenju slæmt þarna,“ segir Jón Þór. Veðurstofan varaði fólk við að leggja í langferðir á vanbúnum bílum sökum þess að líkur voru á vetrarfærð. Gul viðvörun tekur aftur gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan tíu á morgun. Þá er búist við norðan og norðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu, snjókomu eða skafrenningi og litlu skyggni með köflum. Uppfært 8:00: Búið er að opna Fjarðarheiði að nýju. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Fjarðarheiði: Búið er að opna veginn að nýju en þar er hálka. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 15, 2023
Björgunarsveitir Múlaþing Umferð Samgönguslys Mest lesið Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira