Innlent

Hrossinu rænt á Vest­fjörðum í annarri til­raun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dýravelferðarsinnar höfðu áður bent á aðbúnað hrossanna á bænum. Reynt var að ræna hrossinu í fyrrinótt og aftur í gærkvöldi, þegar það tókst.
Dýravelferðarsinnar höfðu áður bent á aðbúnað hrossanna á bænum. Reynt var að ræna hrossinu í fyrrinótt og aftur í gærkvöldi, þegar það tókst. Steinunn Árnadóttir

Lög­reglan á Vest­fjörðum hefur til rann­sóknar hrossa­þjófnað á bónda­bæ í Arnar­firði. Um er að ræða sama hross og gert var til­raun til að ræna í fyrri­nótt.

Hlynur Snorra­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á Vest­fjörðum, stað­festir í sam­tali við Vísi að lög­reglan hafi málið til rann­sóknar. Sam­­kvæmt heimildum Vísis er um að ræða bónda­bæ í Arnar­­firði þar sem eig­andi hefur verið til­­kynntur til Mat­væla­­stofnunar vegna að­búnaðar hrossa á bænum.

Eig­andinn hafði áður kallað til lög­reglu í fyrri­nótt þar sem tveir mættu með hesta­kerru og reyndu að fjar­læga hrossið. Lög­reglan skarst hins vegar í leikinn og var hrossinu skilað aftur til eig­anda í það skiptið.

Hlynur segir málið til rann­sóknar og að hann muni ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Vísir náði ekki í eig­anda hrossanna á bónda­bænum í Arnar­firði vegna málsins.

Áður hafði eig­andinn sagt í sam­tali við frétta­stofu að hestarnir væru við hesta­heilsu, utan eins þeirra sem sé með hóf­sperru. Hann hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér og Mat­væla­stofnun hefði beint því til hans að af­lífa hestinn, sem hann hugðist gera um helgina.

Dýravelferðarsinninn Steinunn Árnadóttir vakti athygli á aðbúnaði hestanna sem hún sagði slæman. Hún var ekki sátt við viðbrögð Matvælastofnunar og lýsti þeim viðbrögðum í samtali við Vísi í fyrradag.

„Ég er eigin­lega bara orð­laus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera af­lífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitt­hvað mikið að vinnu­að­ferðum Mat­væla­stofnunar.“


Tengdar fréttir

Orð­laus yfir svörum vegna að­búnaðar hrossa á Vest­fjörðum

Dýra­vel­ferðar­sinni segir ó­líðandi að Mat­væla­stofnun hafi ekki gripið til að­gerða vegna endur­tekinna til­kynninga um slæman að­búnað hrossa á bæ í Arnar­firði. Þegar hún skoðaði að­stæður um helgina var hross fast í girðingu og lög­regla kölluð að bænum. Eig­andinn segir að stofnunin hafi gert sér að af­lífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×