Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri varúðareftirlits Seðlabankans

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gísli starfaði áður sem framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabanka Íslands.
Gísli starfaði áður sem framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn

Gísli Óttarsson er nýr framkvæmdastjóri varúðareftirlits Seðlabanka Íslands. Staðan var auglýst laus í febrúar síðastliðnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Gísli hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands frá því í september 2022 en hefur starfað sem settur framkvæmdastjóri varúðareftirlitsins síðan í janúar í kjölfar skipulagsbreytinga á fjármálaeftirlitssviðum bankans.

Í tilkynningu bankans kemur fram að Gísli hafi starfað í bankanum frá því í árslok 2020. Þá starfaði hann sem áhættustjóri bankans.

Þar áður var hann framkvæmdastjóri áhættustýringar Arion banka frá 2009 til 2020 og áður forstöðumaður í áhættustýringu Kaupþings banka frá 2006 til 2008.

Frá 1994 til 2006 var hann stjórnandi í hugbúnaðarþróun Mechanical Dynamics Inc í Bandaríkjunum. Gísli er með BS-gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands, MS-gráðu í hagnýtri aflfræði og doktorsgráðu í vélaverkfræði frá University of Michigan, auk þess að vera með próf í verðbréfaviðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×