Kenndu konum í Sviss að prjóna íslenskar lopapeysur Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2023 11:16 Áhugasamar konur í Sviss læra að prjóna íslenskar lopapeysur. Þingborg Ull íslensku sauðkindarinnar og garnið, sem unnið er henni, voru í sviðsljósinu á alþjóðlegri garnhátíð í Zürich í Sviss á dögunum. Um tuttugu konur frá Íslandi sóttu hátíðina og voru flestar úti í um vikutíma. Tvær konur úr Rangárþingi, þær Hulda Bynjólfsdóttir á Tyrfingsstöðum, eigandi ullarvinnslunnar Uppspuna, og Maja Siska í Skinnhúfu, fluttu fyrirlestur um sauðkindina og íslensku ullina fyrir fullum sal af fólki og sýndu um leið dæmi um handverkið. Þær Maja Siska og Hulda Bynjólfsdóttir flytja fyrirlestur í Zürich um íslensku ullina.Uppspuni „Þær voru alveg frábærar, mjög flottar, öll sæti setin,“ segir Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli í Flóa, sem hlýddi á, en hún er ein þeirra kvenna sem standa að ullarversluninni að Þingborg austan Selfoss. „Áhugi á ull og garni úr hreinum hráefnum, ómenguðum af gerviefnum, er gríðarlegur út um allan heim og Ísland og allt sem tengist Íslandi er vinsælt. Við erum með hreina íslenska ull, ekkert gervidrasl, þú afsakar orðbragðið,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir. Evrópskar prjónakonur kynna sér íslenskar ullarvörur.Uppspuni Systurnar Margrét og Anna Dóra Jónsdætur, sem báðar tengjast Þingborg, héldu námskeið um hvernig Íslendingar prjóna lopapeysur. „Það er gaman að segja frá því að námskeiðið þeirra var það fyrsta sem seldist upp þegar opnað var fyrir skráningar á námskeiðin,“ segir Hulda. Systurnar Anna Dóra og Margrét Jónsdætur héldu prjónanámskeiðið.Þingborg Tuttugu pláss voru í boði á námskeiðinu og sóttu það konur af fimm þjóðernum, flestar frá Sviss en einnig voru þar þýskar konur, tvær sænskar, ein dönsk og ein frá Ungverjalandi. „Þetta var námskeið í að prjóna peysu úr íslenskri ull. Það er gert aðeins öðruvísi, en flestir aðrir eru vanir, að prjóna íslenska lopapeysu. Að sumu leyti einfaldara, okkur Íslendingum finnst það þægilegra og koma betur út þegar peysan er tilbúin,“ segir Hulda. Tutttugu pláss voru á prjónanámskeiðinu.Þingborg „Það er eins og allt frá Íslandi veki athygli. Ég held að íslenska ullin sé mjög hátt skrifuð. Hún er svo dásamleg,“ segir Margrét. Hulda segir að íslensku gestirnir á garnhátíðinni í Sviss hafi vakið mikla athygli. „Það var sama hvar við komum, þegar við sögðum; „við erum Íslendingar,“ þá opnuðust allar dyr, fólk brosti út að eyrum og bauð okkur velkomin,“ segir Hulda. Maja Siska og Hulda Brynjólfsdóttir kynntu íslensku ullina.Uppspuni Toppnum segir hún þó hafa verið náð þegar þær sáu helsta dagblað landsins einn morguninn á hótelinu sem þær dvöldu á. „Þar var opnugrein um garnhátíðina og þess getið að tuttugu konur hefðu komið alla leið frá Íslandi til að vera með,“ segir Hulda. Dæmi um hvað þetta þýðir fyrir sauðfjárbændur má sjá í þessari frétt Stöðvar 2 af Ströndum fyrir tveimur árum: Handverk Landbúnaður Sviss Prjónaskapur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim. 4. mars 2023 20:04 Fá meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu Ullarviku Suðurlands lýkur formlega í dag með ullarmarkaði í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi. Vikan hefur tekið einstaklega vel þar sem áhugafólk um íslenska ull hefur fræðst um góðan eiginleika hennar við ýmiskonar handverk. Margir sauðfjárbændur fá nú meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu. 9. október 2022 14:04 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. 15. október 2018 21:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tvær konur úr Rangárþingi, þær Hulda Bynjólfsdóttir á Tyrfingsstöðum, eigandi ullarvinnslunnar Uppspuna, og Maja Siska í Skinnhúfu, fluttu fyrirlestur um sauðkindina og íslensku ullina fyrir fullum sal af fólki og sýndu um leið dæmi um handverkið. Þær Maja Siska og Hulda Bynjólfsdóttir flytja fyrirlestur í Zürich um íslensku ullina.Uppspuni „Þær voru alveg frábærar, mjög flottar, öll sæti setin,“ segir Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli í Flóa, sem hlýddi á, en hún er ein þeirra kvenna sem standa að ullarversluninni að Þingborg austan Selfoss. „Áhugi á ull og garni úr hreinum hráefnum, ómenguðum af gerviefnum, er gríðarlegur út um allan heim og Ísland og allt sem tengist Íslandi er vinsælt. Við erum með hreina íslenska ull, ekkert gervidrasl, þú afsakar orðbragðið,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir. Evrópskar prjónakonur kynna sér íslenskar ullarvörur.Uppspuni Systurnar Margrét og Anna Dóra Jónsdætur, sem báðar tengjast Þingborg, héldu námskeið um hvernig Íslendingar prjóna lopapeysur. „Það er gaman að segja frá því að námskeiðið þeirra var það fyrsta sem seldist upp þegar opnað var fyrir skráningar á námskeiðin,“ segir Hulda. Systurnar Anna Dóra og Margrét Jónsdætur héldu prjónanámskeiðið.Þingborg Tuttugu pláss voru í boði á námskeiðinu og sóttu það konur af fimm þjóðernum, flestar frá Sviss en einnig voru þar þýskar konur, tvær sænskar, ein dönsk og ein frá Ungverjalandi. „Þetta var námskeið í að prjóna peysu úr íslenskri ull. Það er gert aðeins öðruvísi, en flestir aðrir eru vanir, að prjóna íslenska lopapeysu. Að sumu leyti einfaldara, okkur Íslendingum finnst það þægilegra og koma betur út þegar peysan er tilbúin,“ segir Hulda. Tutttugu pláss voru á prjónanámskeiðinu.Þingborg „Það er eins og allt frá Íslandi veki athygli. Ég held að íslenska ullin sé mjög hátt skrifuð. Hún er svo dásamleg,“ segir Margrét. Hulda segir að íslensku gestirnir á garnhátíðinni í Sviss hafi vakið mikla athygli. „Það var sama hvar við komum, þegar við sögðum; „við erum Íslendingar,“ þá opnuðust allar dyr, fólk brosti út að eyrum og bauð okkur velkomin,“ segir Hulda. Maja Siska og Hulda Brynjólfsdóttir kynntu íslensku ullina.Uppspuni Toppnum segir hún þó hafa verið náð þegar þær sáu helsta dagblað landsins einn morguninn á hótelinu sem þær dvöldu á. „Þar var opnugrein um garnhátíðina og þess getið að tuttugu konur hefðu komið alla leið frá Íslandi til að vera með,“ segir Hulda. Dæmi um hvað þetta þýðir fyrir sauðfjárbændur má sjá í þessari frétt Stöðvar 2 af Ströndum fyrir tveimur árum:
Handverk Landbúnaður Sviss Prjónaskapur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim. 4. mars 2023 20:04 Fá meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu Ullarviku Suðurlands lýkur formlega í dag með ullarmarkaði í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi. Vikan hefur tekið einstaklega vel þar sem áhugafólk um íslenska ull hefur fræðst um góðan eiginleika hennar við ýmiskonar handverk. Margir sauðfjárbændur fá nú meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu. 9. október 2022 14:04 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. 15. október 2018 21:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim. 4. mars 2023 20:04
Fá meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu Ullarviku Suðurlands lýkur formlega í dag með ullarmarkaði í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi. Vikan hefur tekið einstaklega vel þar sem áhugafólk um íslenska ull hefur fræðst um góðan eiginleika hennar við ýmiskonar handverk. Margir sauðfjárbændur fá nú meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu. 9. október 2022 14:04
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44
Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. 15. október 2018 21:00