Handbolti

Strákarnir okkar þurfa að vera á tánum í Drive Inn Arena

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákanir sjást hér á æfingu í höllinni í Tel Aviv. Hornamennirnir Stiven Tobar Valencia skýtur á markið og Óðinn Þór Ríkharðsson undirbýr það að skjóta á eftir honum.
Íslensku strákanir sjást hér á æfingu í höllinni í Tel Aviv. Hornamennirnir Stiven Tobar Valencia skýtur á markið og Óðinn Þór Ríkharðsson undirbýr það að skjóta á eftir honum. HSÍ - Handknattleikssamband Íslands

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er að undirbúa sig fyrir síðasta útileik sinn í undankeppni EM sem er í Ísrael.

Liðið hefur eytt síðustu dögum í Tel Aviv þar sem leikurinn fer fram á morgun.

Íslensku strákarnir æfðu í gær í Drive Inn Arena þar sem leikið verður á fimmtudaginn en höllin tekur 3.500 áhorfendur. Það er uppselt á leikinn og það verður því flott stemning í höllinni.

Íslenska liðið er á toppnum í riðlinum og tryggir sér sigur í honum með því að vinna tvo síðustu leiki sína en sá síðasti verður á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni um helgina.

Ísrael vann heimaleik sinn á móti Eistlandi með tveimur mörkum en tapaði með tíu mörkum í heimaleiknum við Tékka.

Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon landsliðsþjálfarar funduðu síðan með leikmönnum seinni partinn í gær þar sem línurnar voru lagðar fyrir leikinn.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af strákunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×